19 september 2005

And the plot thickens ...

Ástin spyr hvorki um stétt né stöðu. Ástin fæst hvorki keypt né seld. Samt sem áður er það svo að spurningar um stétt og stöðu fylgja yfirleitt í kjölfarið á almennri kynningu þegar fólk tekur tal saman með tilvonandi (áhersla á "vonandi") gagnkvæman áhuga í huga (uga, ga, a, ahhhhhh). Ég geri þetta sjálf undir þessum kringumstæðum:

Áhugasamur: "Sæl, ég heiti XXX, má ég tylla mér hjá þér?"

Ég: "Sæll, ég heiti Gústa, gjörðu svo vel!" (Hugsa mér gott til glóðarinnar því hann virðist sæmilega máli farinn, er ekki lágvaxinn og ekkert ómyndarlegur).

Áhugasamur: "Ég verð að viðurkenna að ég vind mér nú ekki oft að ókunnugum konum á þennan hátt en þú heillaðir mig alveg uppúr skónum um leið og ég sá þig."

Ég: "Elskan, vertu ekkert að afsaka þig, þetta gerist oft, (í huganum: "YEEEEESSS") segðu mér aðeins frá þér, hvað gerir þú?"

Áhugasamur: "Tjah, ég er nú svolítið á milli vita núna, hef verið að vinna í Hampiðjunni í nokkur ár en var sagt upp vegna samdráttar fyrir mánuði síðan og er núna að leita mér að vinnu."

Ég: "Og hvernig gengur það?" (Seilist um leið ofaní töskuna mína og tek um farsímann) "Er eitthvað að hafa?"

Áhugasamur: "Já og nei, hef verið að grípa í járnabindingar, alltaf nóg að hafa þar svosem, mig langar bara að fá þægilegri vinnu en það er ekki um auðugan garð að gresja þegar maður er kominn á fertugsaldurinn og bara hálfnaður með stúdentsprófið. Verð samt að fara að setja hörku í málið, er að borga tvö og hálft meðlag og leigan borgar sig ekki sjálf."

Ég: "Já þú meinar, (tek farsímann uppúr töskunni) nei heyrðu, ég var að fá SMS frá systur minni, verð að rjúka, hún klemmdi sig á bílhurð og ég þarf að bora í nöglina á henni með mjög fínum bor til að hleypa þrýstingnum út. Gaman að kynnast þér, (hleyp að dyrunum) vertu blessaður!"

Ég spyr Sveinsínur: Er þetta eðlilegt?

7 ummæli:

Gugga sagði...

Já mér finnst þetta fullkomlega eðlilegt. Við gerum kröfur til okkar manna. Ef ég sjálf væri í félagslegri íbúð með þrjú börn og ynni á kassa í Bónus þætti mér þetta bara ágætis kostur. Mér er alveg sama þó ég virðist vera fordómafull eða snobbuð við þessi orð.........ég geri bara kröfur.

Nafnlaus sagði...

ja ég hefði líka flýtt mér í burtu, ekki beint heillandi byrjun hjá karlinum.

Nafnlaus sagði...

já og Alla þegar ég fer inn á Kuldabola þá get ég ekki valið að blogga á Sveinsínu. Hún er bara ekki þar inni með honum bola.

Sveinsína sagði...

ertu búin að velja linkinn í tölvupóstinum sem þú fékkst frá blogger til að þekkjast boðið um að skrifa á sveinsínu?

Nafnlaus sagði...

ég finn ekki tölvupóstinn um það mál nefnilega.

Sveinsína sagði...

ég sendi þér nýjan í gær - gæti hann hafa lent í junkinu? hann kemur ekki frá mér heldur blogger.com eða blogspot.com.

Nafnlaus sagði...

nú ég varð ekki vör við hann, reyndar getur hann hafa lent í ruslinu. Sendu mér aftur því nú veit ég af þessu og passa mig.