Fyndið. Maður lifir svo oft í sjálfsblekkingum þegar kemur að karlmönnum. Sannfærir sjálfan sig um eitthvað sem undir niðri er algjör della. Ég rak augun í tvær góðar setningar í bók í dag sem eiga svo oft við í bæði mínu tilfelli og annarra.
Ég veit ekki alveg hvað veldur en ég hneigist ótrúlega að karlmönnum sem eiga við einhver vandamál að stríða og ég laða að mér lofaða menn. Og homma (en það er önnur saga). Síðasti gæinn sem ég hef átt í einhverjum samræðum/i við hefur sagt fyrri setninguna af þessum tveimur sem um ræðir oftar en ég kæri mig um að hafa heyrt en það hefur tekið mig ... hummm ... látum okkur nú sjá ... 17 mánuði að skilja hvað maðurinn meinar með þessu.
Guys tell you how they feel even if you refuse to listen or belive them. "I don't want to be in a serious relationship" truly means "I don't want to be in a serious relationship with you" or "I'm not sure that you're the one."
Og hvað geri ég þegar ég átta mig á því að ég hef verið að blekkja sjálfa mig allan þennan tíma? Ég skal fúslega viðurkenna að ég á góðar vinkonur sem hafa margsinnis reynt að koma fyrir mig vitinu, en þegar maður vill lifa í sjálfsblekkingunni þá gerir maður það bara. Sama hvað aðrar manni reyndari konur segja! Og ég lifi bara í blekkingunni. Jafnvel enn í dag, þegar ég hef séð ljósið, er ég soldið skotin í honum.
Síðari ritningalestur þessa mánudags er úr 11.kafla. Hann er tileinkaður systur minni í tilefni setningar föstudagskvöldsins "Asshole - there's a word!".
You already have an asshole. You don't need another.
1 ummæli:
DJöfull er þessi bók að hafa rétt fyrir sér. Trúa á hana, fara eftir henni. Spurning um að stofna til samkomu með upplestri úr henni.
Skrifa ummæli