15 júní 2011

15.júní 1977

Þú hefur snöggan, bjartan og lipran huga en rosalegan athyglisskort. Þú dásamar síbreytileika tilverunnar en hefur tilhneigingu til að forðast (og jafnvel óttast) djúp, náin tilfinnaleg samskipti. Sem slík virðistu njóta ferðalaga og skoðunarferða, svona almennt að „vera á ferðinni“. Þú verður frekar áhugalaus þegaru hlutirnir í kringum þig staðna og verða flatir en áhugi þinn vaknar aftur hvenær sem þú örvast vegna nýrra hugmynda. Viðræðugóð, spurul og nokkuð gáskafull hefurðu gaman af prakkarastrikum, gríni og leikjum almennt. Þú skiptir oft og hratt skapi – þú ert mjög eirðarlaus og sífellt á hreyfingu. Þú ert þekkt fyrir fjölhæfni og sveigjanleika. Lífleg framkoma þín lífgar upp á allar samkomur.

1 ummæli:

Margrét Harpa sagði...

Takk fyrir þetta elsku Alla, nokkuð til í þessari lesningu.