25 febrúar 2011

25.febrúar 1977

Þú ert mjög tilfinninganæm og tilfinningarík og dregur tilfinningar annarra (hvort sem þær eru jákvæðar eða neikvæðar) í þig eins og svampur. Það þarf lítið til að koma þér í uppnám og þú hefur tilhenigingu til að gráta, enda tilfinningalega viðkvæm. Þú ert upp á þitt besta þegar þegar þú getur byggt umhverfi þitt upp þannig að þú ert umvafin jákvæðu, hressu fólki. Þú ert einstaklega hjálpsöm og skilningsrík og næm á þarfir annarra. Stundum getur þetta verið ókostur því þú vilt hjálpa öllum sem eiga bágt og þarnast hjápar. Feimin, dreymin, rómantísk í eðli þínu nýtur þú þess að hverfa inn í þína eigin draumaveröld. Gættu þess bara að týnast ekki í henni! Treystu innsæi þínu - þú gætir verið soldið skyggn!

Engin ummæli: