23 febrúar 2011

23.febrúar 1977

Þú ert viðkvæm í eðli þínu og kýst að vera í umhverfi sem þú þekkir. Þú ert varfærin og íhaldssöm og ef þú gerir einhverjar breytingar í lífi þínu þá gerirðu það mjög hægt. Þú hleypir ókunnugum ekki auðveldlega að þér. Vinátta þín er fyrir lífstíð - þegar þú hefur gefið hana má treysta þér til eilífðar. Móðir þín, æskuheimili þitt og fjölskyldulíf í bernsku eru þér mjög mikilvæg. Þú ert líka mjög tilfinningarík. Þegar sjálfstraust þitt er gott ertu blíð, gjafmild og gætin að þörfum annarra. En þegar þú ert óörugg eða finnst þér ógnað áttu til að verð ofurviðkvæm fyrir gagnrýni, feimin, til baka og mislynd. Þú hefur sterka þörf fyrir öryggi - þörf fyrir að finnast þú elskuð, vernduð og að fyrir þér sé séð.

Engin ummæli: