08 mars 2011

8.mars 1977

Þú færð ekki hugmyndir í röklegum fasa og hugsanamynstur þitt er óvenjulegt. Þú hugsar með tilfinningunum eða ímyndum sem frjósamt ímyndunarafl þitt hefur skapað. Draumar þínir og fantasíur eru þér ótrúelga mikilvægar í ljósi þess að þú ert mjög huglæg persóna. Þú treystir innsæi þínu og hefur tilhneigingu til að hafna hugmyndum sem eru eingöngu byggðar á rökum. Þú ert mjög hrifnæm, næm fyrir skapi og tilfinningalegu ástandi þeirra sem þú ert í samskiptum við.
Þú ert mjög umhyggjusöm manneskja en þú þolir ekki að vera bundin. Þú er meira en til í að vera hinn ákveðni í sambandinu eða upphafsmaðurinn að nýju sambandi. Því þegar þú hefur einhvern í sigtinu áttu til að elstast við viðkomandi mjög ákveðið og af krafti. En þú gerir líka kröfu um að fara þínar eigin leiðir í samandi. Reyndu að láta undan þörfum og þrám maka þíns af og til.

Engin ummæli: