06 desember 2010

Desember

Alveg er það dásamlegt hversu kalt hefur verið suma undanfarna daga en ég á erfitt með að venjast þessum rosalegu sveiflum í hitastiginu, það er kannski fimm stiga frost einn daginn og svo fimm stiga hiti þann næsta. Svona sveiflur þurrka á mér húðina og gera mig skorpna og skringilega.
Desember er námsmatsmánuður hjá skólafólki, verandi það nemendur jafnt sem kennarar. Skemmtilegur mánuður en lýjandi fyrir báða hópa. Þess vegna er ómissandi og ómetanlegt að hafa eitthvað til að gleðja sig við og hlakka til, eitthvað sem hressir mann við í skemmdeginu og nærir sálina. Og hvað er betra en dagur í faðmi og félagsskap vina sinna? Hlakka til að hitta sveinsínur á Selfossi á sunnudag!

1 ummæli:

Gugga sagði...

Hlakka sömuleiðis til að hitta Sveinsínur :)