Sælar kæru Sínur!
Við sveitagellurnar í hópnum hittumst eina kvöldstund og fengum við þá snilldarhugmynd að stefna Sveinsínum og þeirra ekta mökum saman í útilegu með þemanu "lopapeysur og landi" :o) Helgina 13. - 15. ágúst verða Töðugjöld á Gaddstaðaflötum á Hellu og langar okkur að vita hvernig sú helgi/staðsetning henti? Hvernig líst ykkur á? Er ekki kominn tími á að makar Sveinsína kynnist aðeins betur?
Kveðja,
Sveitasínur
9 ummæli:
Ekkert "landi", það verður landi og lopapeysur ekkert múður.
Ég er go!
Ingveldur
Mér líst frábærlega á þessa hugmynd - er möguleiki á svefnpokagistingu í nágreninu?
Vill svo skemmtilega til að ein Sveinsína býr í næsta nágrenni - hún er með 2 herbergi með rúmum sem öðrum Sveinsínum er velkomið að gista í - svo er líka sófi í stofu og dýnupláss á gólfi ;o)
Þetta er auðvitað snilldar hugmynd. Vonandi verður bara gott veður á kantinum og þá verðum við Sveinsínur sko kátar. Ég tek helgina frá og vonandi geta sem flestar mætt.
Mbk. Halla
Fín hugmynd að makar Sveinsína kynnist aðeins betur. Þetta er dagvaktahelgi hjá Ingvari svo við komumst ekki í útilegu en spurning að við gætum kannski komið annað hvort kvöldið og hitt hópinn.
Kveðja, Ósk
Já, þetta var víst ég þarna með svefnpokaplássið og ég þigg með þökkum að sofa í rúmi hjá þér Margrét, elsku besta.
Knúsur frá Akureyri city
Alla
snilldin eina, líst mér vel á ykkur.við hjónin eigum 6 ára brúðkaupsafmæli þessa helgi, og var ég búin að skipa kallinum að prófa einu sinni að fatta uppá einhverju sniðugu.ég er nú að vonanst til að hann næli í gistingu á Rangá, en grunar að það hafist nú ekki.en ef við verðum í nágrenninu, eða að hans plön klúðrist, þá er ekki spurning um að kíkja á ykkur.enda þarf ég að taka út kallinn hennar höllu, ég held að hann sé eini makinn sem ég hef ekki séð.helga flosa
Frábær hugmynd, en við Dagur erum akkurat í Köben þessa helgi...
Hefði SVO verið til í að koma :(
Kv.
Linda
Við Siggi erum gógó. Ég verð þó lítið í landanum þar sem búið er að handtaka landabruggarana sem sáu mér fyrir nægum birgðum :þ
Skrifa ummæli