29 janúar 2010

Tvískinnungur

Bandaríkjamenn hafa löngum verið soldið spes. Ég var að lesa slúður á mbl.is um daginn og elti krækjuna á upprunalega frásögn af málinu. Þar rakst ég á mjög áhugaverða grein um brjóst kvenna, nánar til tekið stór brjóst og þá furðulegu mótsögn sem felst í því að sé kona með stór brjóst frá náttúrunnar hendi eigi hún ekki að sýna brjóstaskoru eða flagga því sem guð gaf henni á nokkurn hátt, helst að vera bara í rúllukragabol en sé kona með stór brjóst sem hún borgaði fyrir eigi hún fullan rétt á að sýna vörurnar og skyldi ekki skammast sín fyrir.
Mér fannst þetta bara svo merkilegt að ég verð að deila þessu með ykkur. Greinin er hér.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ert´ekk´að grínast!! Þetta er ótrúlegt, nennti ekki að lesa greinina, algjört BULL....

En annars sá ég mjög áhugaverða umfjöllun í einhverjum sjónvarpsþætti um brjóstastærð og heilsufarsvandamál tengd þeim. Áhersla var lögð á mikilvægi þess að vera í réttri stærð af haldara.

....Ósk

Gugga sagði...

Þetta er álíka fáránlegt og að kalla stærð fjögur yfirstærð.