Sælar elskurnar mínar og gleðilegt ár.
Ég var aðeins að sböggulera. Erum við ekki að fara í sumarbústað eftir viku??? Ætlum við ekki að plana eitthvað eins og t.d. hvað við ætlum að borða, hverjar mæta hvenær og finna eitthvað þema. Hvað segið þið um APPELSÍNUGULT??
Ég væri alveg til í mexíkanskar búrrítur á föstudags-eða laugardagskvöld og er alveg til í græja það enda frystirinn fullur af eðal nautakjöti frá Lambhaga :)
Eru þið byrjaðar að sböggulera??
4 ummæli:
Vel til fundið Gugga, ekki seinna vænna. Ég hef ekkert pælt í þessu og er alveg sama hvað við borðum eða hvenær.
Appelsínugult er fínt þema. Spurningarspil mega líka vera með.
Ég er á kvöldvöktum þessa helgi og veit eiginlega ekki fyrr en á föstudeginum hvort ég næ að mæta það kvöld, ef ég þarf að vinna lengur en til kl.22 nenni ég varla að fara að keyra austur. Kem þá bara á laugardagsmorgninum. Þarf síðan að vera mætt aftur í vinnu um hádegi á sunnudeginum.
Ingveldur
Ég er byrjuð að undirbúa ferðina með minnkandi brjóstagjöf hjá piltinum mínum litla:). Ég stefni á a.m.k. bæði kvöldin og nætur en fer jafnvel heim á laugardeginum, fer eftir brjóstastemmningu!!! Verður ákveðið er nær dregur.
Appelsínugult er fínt þema.
Lýst vel á burrítur annað kvöldið. Eigum við ekki bara að ákveða meira með mat þegar við sjáum hvernig mætingin er? Fyrir tveim árum fórum við frekar seint á föstudegi og kvöldverður var því algerlega óþarfur þó maður hafi nú borðað samt....
Hlakka til, hlakka til, hlakka til
Ósk
Appelsínugult og búrrítur fá mitt atkvæði!
Ég kem með sérstaka eggjasuðupottinn Ágústu systur minnar og Tims, hennar ekta-viðhalds til að sjóða egg að hætti Englendinga í brunch á laugardeginum - sömuleiðis með pönnukökupönnuna til að steikja klatta.
Er jafnvel að hugsa um að slá þessu upp í kæruleysi og koma með sundbolinn líka ;o)
Svo þarf að muna eftir kaffi, borðtuskum, gestahandklæði á baðið, handblysum, skriffærum, viskustykkjum, álpappír og eldfærum ef okkur skyldi detta í hug að kveikja á kerti.
Ég hlakka líka til, hlakka til, til, il, l - ha!
Alla
Ég kem alveg örugglega ekki, er ekki komin með það langan útivistartíma. Góða skemmtun skvísur;)
Bríet.
Skrifa ummæli