11 nóvember 2009

Bústaður 15.-17.janúar

Jæja búin að panta...væri gott að þeir sem ætla að koma myndu skrá sig svo við getum deilt upphæðinni áður en ég fæ vísareikninginn ;)
kv. Jana


Kristjana Pálsdóttir
Eign: Heiðarbyggð - Háimói 3
Komutími: 15.1.2010 kl:16:00
Brottför: 17.1.2010 kl: 12:00
Verð 14800 krónur
Punktafrádráttur: 4

Smelltu hér fyrir nánari upplýsingar


Húsið er 87 m² með þrjú svefnherbergi, tvö með hjónarúmi auk barnarúms og eitt herbergi er með tveimur kojum. Stofa er vel búin húsmunum með útvarpi/geislaspilara og sjónvarpi. Þráðlaust net. Sængur, koddar og teppi eru fyrir átta. Ekki er séð fyrir sængurverum, lökum, diskaþurrkum og borðtuskum. Í eldhúsi eru öll algeng eldhúsáhöld og rafmagnstæki s.s. uppþvottavél, eldavél, ofn, örbylgjuofn, ísskápur, kaffivél, samlokugrill, blandari, vöfflujárn, þeytari og brauðrist. Barnarúm og barnastóll er í húsinu. Kolagrill og gasgrill fylgja húsinu. Stór 40m² verönd og heitur pottur er fyrir utan húsið. Í húsinu eru allar helstu hreinlætisvörur s.s. handsápa, uppþvottalögur, ræstiefni og salernispappír.
ATH. Gæludýr stranglega bönnuð.




Fermetrar 87
Fjöldi herbergja 3
Fjöldi rúma 8
Fjöldi sænga 8
Heitur pottur Já
Grill Já
Sjónvarp Já
Útvarp Já
Fjöldi borðbúnaðar 12
Barnastóll Já
Barnarúm Já
Fjarlægð í verslun 5
Örbylgjuofn Já

10 ummæli:

Gugga sagði...

Ég er melduð og tek einn hluta.

Nafnlaus sagði...

Ég mæti
kveðja, Ósk

Nafnlaus sagði...

Pant vera með!

Kveðja,
Margrét Harpa

Alla sagði...

Mæti!
Alla

Tilvera okkar.... sagði...

Þetta gleymdist
sing star - NEI

Alla sagði...

Er það ekki staðalbúnaður í bústaðnum? Nú jæja, ég skal bara taka mitt með!

Nafnlaus sagði...

Ég er memm. ;)
Ingveldur

Nafnlaus sagði...

Og ég líka

kv. Halla

Nafnlaus sagði...

Ég er með
Kveðja, Kristín Birna

Nafnlaus sagði...

Ég gisti örugglega ekki, en gæti birst hluta úr kvöldi.
Kv. Bríet.