Svo glannaskapur minn verði ykkur hinum víti til varnaðar!
Ég fór til tannlæknis á Selfossi á mánudagsmorgun eldsnemma. Gisti í Hlíð með mömmu um nóttina og fór svo beint í bæinn eftir tannsteinshreinsun hjá Steina. Ég var ekki í tímahraki, bara svo það komi fram í þættinum. Klukkan var ekki orðin 9 þegar ég fór frá Selfossi og kennslustundin skyldi ekki hefjast fyrr en kl.10 - svo ég hafði nægan tíma og enga ástæðu til að fara yfir löglegan hraða ... sem ég hélt ég hafði ekki gert. Þar til annað kom í ljós.
Ég var að opna póstinn minn núna. Tvö bréf. Annað frá Lýðiheilsustöð. Ég hélt að það hefði ekki góðar upplýsingar, enda ég nýkomin úr krabbameinsskoðun. Nei, það var nú bara til að láta mig vita að ég fái spurningalista frá þeim einhvern næstu daga. Hitt er frá Lögreglustjóranum á Snæfellsnesi. Hraðasekt upp á 10.000 kr. Já, 10.000 kr. en ef ég greiði fyrir 12.nóv lækkar hún í 7.500 kr. Svo ég vitni beint í bréfið: "Hraðamyndavél (Suðrulandsvegur, Kirkjuferja, Ölfuss) hefur ljósmyndað ökutæki þitt og ökumann þess í umrætt sinn (mánud.26.okt.kl.8:57) vegna ofangreinds borts." Og hvað var ég að keyra hratt? Ég var á 97 km/klst.
Ég gengst alveg við því að hafa verið á 97 km/klst. og það er 7 yfir hámarkinu svo ég borga þessa sekt bara.
Já, svona eftir á að hyggja var þetta virkilegur mánudagur til mæðu. Hraða- og stöðvunarbrotssektir (gleymdi að setja P-kortið í gluggann í skólanum) og svo féll tíminn niður!
6 ummæli:
Vá 7 yfir, það er ekki mikið. Hélt að maður þyrfti að vera svona á 10 yfir, semsagt 100 eða yfir. Löggan ætlar sannarlega að fá fyrir rekstrinum með þessum vélum.
Leiðinlegt annars að heyra með þennan mánudag, þeir eru oft til mæðu....ó já. Líka ávísun á leiðinlegan dag að byrja hann hjá tannlækni.
Ingveldur
Doooo....!!!
Ég fékk smá sting við að lesa þetta, ég þykist nokk viss um að hafa verið á c.a. 97 km hraða þegar ég keyrði framhjá myndavélinni s.l. laugardagskvöld. Ég bíð því bara eftir bréfi frá Lögreglustjóranum á Snæfellsnesi, þó ég myndi frekar vilja greiða Lögreglustjóranum á Selfossi þennan pening. Ætli þetta fari kannski í sameiginlegan árshátíðarpott allra umdæma??
Já þær eru ekkert grín þessar sektir, búin að fá 3 x 30.000 (22.500 ef greitt fyrir ákv. tíma)og hef mest verið mæld á 104 km/klst. Var mikið farin að spá í flugnám í fyrra sumar það hefði geta greitt sig fljótt upp. Er nokkuð hægt að fá hraða sekt í háloftunum?
Svona skítasektir eru algjörir blóðpeningar. Það ætti að banna þetta. Eða nei annars þá er það kannski ekkert svo sniðugt. Sennilega er bara betra að passa sig á því að keyra ekki of hratt... En svo er alltaf spurning um það hvað telst að keyra of hratt, en það er önnur saga.
kv. Halla
Bensínfóturinn minn er oft ansi óstöðugur, sakna krúskontról... jæja, maður verður bara að vera enn meira vakandi.
Ég held ég hafi lesið í frétt í Sunnlenska að vélarnar byrja sekta í 96 km/klst.
kveðja, Ósk
Skrifa ummæli