Jæja búin að panta...væri gott að þeir sem ætla að koma myndu skrá sig svo við getum deilt upphæðinni áður en ég fæ vísareikninginn ;)
kv. Jana
Kristjana Pálsdóttir
Eign: Heiðarbyggð - Háimói 3
Komutími: 15.1.2010 kl:16:00
Brottför: 17.1.2010 kl: 12:00
Verð 14800 krónur
Punktafrádráttur: 4
Smelltu hér fyrir nánari upplýsingar
Húsið er 87 m² með þrjú svefnherbergi, tvö með hjónarúmi auk barnarúms og eitt herbergi er með tveimur kojum. Stofa er vel búin húsmunum með útvarpi/geislaspilara og sjónvarpi. Þráðlaust net. Sængur, koddar og teppi eru fyrir átta. Ekki er séð fyrir sængurverum, lökum, diskaþurrkum og borðtuskum. Í eldhúsi eru öll algeng eldhúsáhöld og rafmagnstæki s.s. uppþvottavél, eldavél, ofn, örbylgjuofn, ísskápur, kaffivél, samlokugrill, blandari, vöfflujárn, þeytari og brauðrist. Barnarúm og barnastóll er í húsinu. Kolagrill og gasgrill fylgja húsinu. Stór 40m² verönd og heitur pottur er fyrir utan húsið. Í húsinu eru allar helstu hreinlætisvörur s.s. handsápa, uppþvottalögur, ræstiefni og salernispappír.
ATH. Gæludýr stranglega bönnuð.
Fermetrar 87
Fjöldi herbergja 3
Fjöldi rúma 8
Fjöldi sænga 8
Heitur pottur Já
Grill Já
Sjónvarp Já
Útvarp Já
Fjöldi borðbúnaðar 12
Barnastóll Já
Barnarúm Já
Fjarlægð í verslun 5
Örbylgjuofn Já
10 ummæli:
Ég er melduð og tek einn hluta.
Ég mæti
kveðja, Ósk
Pant vera með!
Kveðja,
Margrét Harpa
Mæti!
Alla
Þetta gleymdist
sing star - NEI
Er það ekki staðalbúnaður í bústaðnum? Nú jæja, ég skal bara taka mitt með!
Ég er memm. ;)
Ingveldur
Og ég líka
kv. Halla
Ég er með
Kveðja, Kristín Birna
Ég gisti örugglega ekki, en gæti birst hluta úr kvöldi.
Kv. Bríet.
Skrifa ummæli