01 október 2008

Sumarbústaður

Sælar!
Mér þykir leitt að hafa ýtt færslunni hennar Öllu niður og hvet ykkur eindregið til að byrja á því að lesa hana áður en þið lesið þetta.

En er ekki að koma tími á sumarbústað? Kennarasambandið er búin að opna fyrir pantanir þangað til í lok janúar og það eru allar helgar í janúar lausar.

Ég spyr því í þremur liðum:
1. Hefur þú áhuga á að fara í bústað?
2. Hvaða helgi hefur þú í huga?
3. Hvernig sundfötum hefur þú í huga að mæta í?

Látið vita svo ég geti pantað ef áhugi er fyrir.

kv. Janus

9 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég hef alveg áhuga á bústaðarferð, ég vel frekar seinnipartinn í janúar eða jafnvel febrúar. Annars finnst mér frekar erfitt að svara þessu núna, veit ekki hvenær ég verð á vöktum alveg strax og veit ekki hvort sá litli verður farinn að sofa annarsstaðar en hjá mér.

Nafnlaus sagði...

Ef farið verður í janúar er möguleiki á að ég heimsæki svæðið. Fer eftir veðri og vindum.... get engu lofað eins og er.... Febrúar er út úr myndinni:)

Kveðja, Ósk

Gugga sagði...

Mér líkar vel svona liðaskiptar spurningar....þær eru svo skipulagðar :þ

1. Já já já já

2. Ég er laus fyrstu, aðra, þriðju, fjórðu og fimmtu helgina í janúar (já..fimm helgar í janúar).

3. Ég er að hugsa um að taka með mér bikiníið sem ég keypti í Amríku í mars. Toppurinn minnkar barminn...sem er gott í mínu tilfelli og buxurnar eru með áföstu minipilsi og belti þannig að ég er algjör pæja í því. Svo er það brúnt á lit.

Nafnlaus sagði...

1. Já
2. Alveg sama eins og stendur
3. Ég ætla að sleppa sundfötunum í þetta skiptið og fara að safna hári að neðan. Svo er bara spurning hvort maður hefur fiskifléttu eða fasta fléttu. Nú eða greiðir bara í píku.

Kv. Halla

Alla sagði...

Borðaðu Kellogg's special Kay á hverjum morgni - jukk!
1.Já, að sjálfsögðu
2.Mér er sama eins og stendur en langar mikið til að fara nógu snemma svo Ósk geti verið með
3.Ég er að hugsa um að vera í bláu Adidas stuttbuxunum sem ég keypti á Beni vorið '98 og vetrarúlpunni minni með loðkraganum. Kannski ég setji á mig rauðu alpahúfuni til hátíðarbrigða.

Nafnlaus sagði...

1. Já, já, já
2. Ég er laus aðra og fimmtu helgi í janúar.
3. Verð í einhverjur svakalega lekker sundfötum...

Nafnlaus sagði...

1. Ekki spurning
2. Hvenær sem er
3. Lopapeysan hennar Höllu hljómar mjög skemmtilega! Ha ha:D

Kv. Bríet.

Nafnlaus sagði...

1. Er sko mikið til í að fara í bússtað.
2. Engin helgi plönuð hjá mér enn sem komið er.
3. Þarf maður sundföt ef maður er með nóga einangrun - aldrei hef ég alla vegana séð rostung í sundfötum...;o)

eddakamilla sagði...

Hef heldur aldrei séð rostung í sundfötum, og ekki heldur mörgæs...:O)

1. Ó já, ekki spurning
2. veit ekki hvar ég verð stödd í heiminum eftir próf - mæti bara samt!
3. hef hingað til alltaf gleymt þeim heima :O/.