01 október 2008

Það er gaman að segja frá því

Þar er gaman að segja frá því að í gær lauk fæðingarorlofi Ingveldar og í dag byrjaði hún að vinna aftur. Til hamingju með það!

Það er gaman að segja frá því að í dag klifraði ég upp rimlana í íþróttasalnum og niður aftur 3 sinnum – ég var eins og Jane, kærasta Tarsans. Bara ekki á lendarskýlu, heldur í síðbuxum.

Það er gaman að segja frá því að ég veit fáa bloggara fyndnari en Gunna dýrbít, haglabyssa.blog.is.

Það er gaman að segja frá því að ég á heila viku eftir á Reykjalundi. Ég er komin í göngu þrjú og farin að gera tvo hringi í tækjasalnum. Í morgun fékk ég einkakennslu í stafagöngu hjá Ágústi heilsuþjálfara sem ég laumaðist til að horfa á beran að ofan um daginn.

Það er gaman að segja frá því að ég er ekki dauð úr öllum æðum og kynhvötin er enn til staðar.

Amen

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

hahhaha góðar fréttir.....og vel valin mynd...nammi namm.

Nafnlaus sagði...

og amen... alltaf gaman að lesa skemmtilegar færslur. Yndislegt hvað það skín í gegn hversu vel þú skemmtir þér á Reykjalundi.
Knús, knús....

Gugga sagði...

Þú færð mig til að brosa á hverjum degi Alla mín. Þú ert skemmtileg :)