29 október 2008

Feel good inc.

Fór heim úr vinnunni í gær kl.12:30 vegna örs hjartsláttar, þyngsla fyrir brjósti og jafnvægistruflana og svima. Lagði mig og bakaði svo jógúrtkökur með appelsínusúkkulaðibitum og horfði á Dr.House (TAKK Jana).
Fór ekkert brjálæðislega snemma að sofa en vaknaði alveg sjálf 25 mínútum á undan vekjaraklukkunni í morgun sem þýðir að ég svaf ofurvel og er úthvíld. Held samt að málið sé að ég vinni of mikið. Kannski ég ætti að prófa að minnka við mig?

~~~


Christopher Meloni er hönk vikunnar - vá maður. Hann æsir upp í mér villidýrið!

Lag dagsins er æðislegt og ég verð alltaf að dilla mér - Jennýju finnst það ekki skemmtilegt þar sem hún situr á móti mér og reynir að vinna. En lagið kemur mér í gott skap - eða betra skap - eða stuð?

3 ummæli:

Gugga sagði...

Jidúddamía, ég held að þú ættir að gera eitthvað til að koma í veg fyrir hjartstláttartruflanir, það er alveg agalegt. Vonandi ertu samt búin að jafna þig, jógúrtkökurnar hafa örugglega hjálpað til :)

Tilvera okkar.... sagði...

....House er alltaf góður :)Sérstaklega þegar maður getur tekið heilar seríur í einu :)

Nafnlaus sagði...

House er bara snilld. Gott þú varst fljót að jafna þig. Farðu vel með þig.
knús Ósk