26 október 2008

Háimói 4

Sælar
Jana, Ingveldur, Alla, Gugga, Ósk, Halla, Kristín, Margrét, Bríet, Edda, Linda og Helga.

Háimói 4 hefur verið bókaður helgina 30. janúar til 1. febrúar árið 2009.

Háimói 4 er glænýr bústaður sem tekin var í notkun í maí síðastliðnum og er hann stærri en allir hinir bústaðarnir. Í honum eru fjögur svefnherbergi, tvö með hjónarúmum og tvö með kojum samtals rúm fyrir 10 manneskjur. Sem er sirka akkúrat fyrir mína stóru sveinsínu-fjölskyldu.

Kostnaður er 16.000 - sem gera um það bil 1,333.33 krónur á mann, ef deilt er með 12.

Hvernig líst ykkur á þetta?

kv. Janus

Hér er lýsing á húsinu:

Húsið er 99 m² með fjögur svefnherbergi, tvö með hjónarúmi auk barnarúms og tvö herbergi með kojum. Stofa er vel búin húsmunum með útvarpi/geislaspilara og sjónvarpi. Þráðlaust net. Sængur, koddar og teppi eru fyrir tíu. Ekki er séð fyrir sængurverum, lökum, diskaþurrkum og borðtuskum.
Í eldhúsi eru öll algeng eldhúsáhöld og rafmagnstæki s.s. uppþvottavél, eldavél, ofn, örbylgjuofn, ísskápur, kaffivél, samlokugrill, blandari, vöfflujárn, þeytari og brauðrist. Barnarúm og barnastóll er í húsinu.
Gasgrill fylgir húsinu.
Stór 40m² verönd og heitur pottur er fyrir utan húsið.
Í húsinu eru allar helstu hreinlætisvörur s.s. handsápa, uppþvottalögur, ræstiefni og salernispappír.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

glæsilegt. Bara láta vita þegar maður á að borga eitthvað. Verð bara að sjá til með mig. Er sett 2. febrúar.....
en bollaspáin kemur í kökuhitting svo það er um að gera að mæta þá vilji maður fá spádóm fyrir næsta ár:)
Knús á allar sínur, Ósk

Gugga sagði...

Hljómar yndislega vel. Yndislegt. Segi eins og Ósk, láta vita þegar mann skal borga.

-Gugga

p.s. er bústaðurinn á Flúðum?

Nafnlaus sagði...

þetta hljómar bara ljómani, kíki eitthvað, það er á hreinu, veit ekki hvort ég gisti eða hvað, kemur í ljós þegar nær dregur.kveðja, helga flosa.

es.planað er þrítugsafmæli hjá kellu 22.nóvember á Kríunni.