Sælar Sveinsínur. Þar sem það er komið frost og snjór og ís og slabb og allt þar á milli langaði mig að deila með ykkur uppskrift af alveg agalega góðri súpu. Þetta er svolítið svona "hvað á ég til í ísskápnum" súpa en alltaf svipuð í grunninn.
1,5 l. vatn
3 súputeningar
2 kartöflur
2 gulrætur
1 laukur
1 paprika
1/2 rófa
1/2 sæt kartafla
1/2 púrrulaukur
250 gr. rauðar linsubaunir (1/2 poki)
1 1/2 msk. paprikuduft (helst dáldið kraftmikið paprikuduft eins og Madras)
Grænmetið skorið í grófa bita og sett í pott með vatni og súputeningum. Kryddað með paprikudufti og smá salti. Soðið í 10 mín.
Linsubaununum bætt út í og soðið í 15 mín til viðbótar.
Öllu hellt í matvinnsluvél og maukað.
Þetta er uppskrift fyrir alveg sex skammta og ekkert mál að geyma og hita aftur og aftur. Mér reiknast svo að súpudiskurinn kosti c.a. 75 krónur í mesta lagi.
Bon appetit
1 ummæli:
Alltaf gott að fá uppskriftir:) Þessi fer í safnið.
kveðja, Ósk
Skrifa ummæli