14 september 2008

Fjármálaráðherra

Það mætti halda að Árni Matthísen sé ráðherra "fjár"mála - þ.e.a.s. því sem snýr að kindum og fjárbúskapi. Væri sennilega réttast að hafa það þannig þar sem maðurinn lærði til dýralæknis á sínum yngri árum. Hann sinnir því af kostgæfni - mætir í réttir og drekkur koníak af stút með sveitarstjórum um þessar mundir.
Eða er ég að misskilja? Er hann fjármálaráðherra í þeim skilningi orðsins að hann fer með fjármál, peningamál, íslenska ríkisins? Ef svo er þá þykir mér hann ekki skila góðu verki og ég er líklega ekki sú eina um þá skoðun því hvergi hvorki sést né heyrist í manninum í útvarps- og sjónvarpsfréttum, lætur bara ekki ná í sig og hæstvirtur Forsætisráðherra verður að svara fyrir axarsköft Árna.
Hvaða aulagangur er það að kæra ljósmæður í miðju verkfalli og samningaviðræðum? Mátti það ekki bíða þar til búið er að leysa deiluna?
Hvar er fjármálaráðherra nú þegar verðbólgan er hærri en hún hefur verið í 15-20 ár? Hefur einhver heyrt hann útskýra það eða koma með ráð til að sporna við þessu?
Er of snemmt að velta því fyrir sér hvort krefjast eigi afsagnar Árna M?

Hvurn ansk.voru sunnlenskir Sjálfstæðismenn að hugsa að velja Árna og Árna sem sína fulltrúa á þing?

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Heyr heyr! Kannski er Árni M. bara að kynna sér sauðfjárrækt og ætlar sér á næstunni að fá sér kindur til að eiga kjöt í kistunni þegar allt er farið til and... og enginn hefur efni á að kaupa í matinn. Svo getur líka verið að karlinn sé upptekinn við að flytja úr Þykkvabænum í Rangárþing eystra, þar sem hann var að fjárfesta í smá jörð - hver veit???

Nafnlaus sagði...

Þegar stórt er spurt er fátt um svör
.............

Tilvera okkar.... sagði...

...þetta er náttúrulega algerlega til skammar :( Ég verð bara reið að hugsa um þetta.

Nafnlaus sagði...

Árni er greinilega ekki á flæðiskeri staddur fyrst hann er að kaupa jörð. Hvaða kot var hann annars að kaupa?

kv. Halla

eddakamilla sagði...

Kannski tóku nýju nágrannarnir í sveitinni kallinn með á fjall og gleymdu honum þar, þess vegna sem ekki næst í hann blessaðan. Það má alltaf halda í vonina :O)