Var komin með nóg af því að sjá smælið á Gugga og Siggu ógiftum þegar ég leit inn á Sveinsínu svo ég ákvað að setja hér inn mynd af másandi sauðkind í fjárréttum. Legg til að þær sem voru með myndavél í brúðkaupinu setji myndir af hjónakornunum daginn sem þau voru gefin saman inn á síðuna okkur hinum til yndisauka.Annars fara Reykjaréttir á Skeiðum fram laugardaginn 13. september. Ég fer ekki í göngur því ég á barn sem er ennþá háð móður sinni að stórum hluta. En í réttir mæti ég galvösk með ungann litla og slæpist meðal hinna slæpingjanna því ekki á ég fé á fjalli þetta árið frekar en í fyrra.
3 ummæli:
Já þakka þér fyrir, var orðin leið á þessum smælingjum líka.
Mínar réttir verða föstudaginn 12. og það er alveg gríðarleg tilhlökkun í gangi. Ég er rétt tæplega hálfnuð með lopapeysu á Dagnýju, því að sjálfsögðu þarf unginn að vera í alvöru lopapeysu í réttum.
Sé ykkur á eftir heima hjá Ósk í MögguSteinu hittingi og pylsupartýi.
Góð hugmynd þarna með myndirnar, ég er búin að sjá nákvæmlega 5 myndir frá deginum og farin að þyrsta í fleiri.
Hæ hæ
Ég virðist ekki vera með aðgang hingað inn og get því ekki sett inn myndir. Hins vegar er ég með nokkrar myndir, ábyggilega þessar fimm sem Gugga er að tala um, á síðunni hjá syninum svo ykkur er frjálst að kíkja þangað og er linkurinn hans hér til hliðar á krílasíðunum :)
Gurrý
já, takk fyrir samveruna í gær. Mikið fjör..... Ég á nokkrar myndir en þær eru teknar seint og því ekki vel til þess fallnar að birta þær:) Gugga fékk að sjá þær í gær svo talan hækkaði aðeins....
Ég er ekki á leiðinni í réttir frekar en fyrri ár svo góða skemmtun þið sem farið.
Skrifa ummæli