Sælar stúlkur, Guðbjörg hérna af kantinum, komin á Selfoss hið yndislega. Lúlla í svefnsófanum hjá mömmu og byrjuð að vinna svo hægt sé að borga afborganir af húsinu fræga. Það er nú loksins að koma að því að við flytjum inn í höllina en áætluð innflutningsdagsetning átti að vera í ágúst 2007. Nú, heilum 10 mánuðum síðar ætlar okkar að takast ætlunarverkið. Á 9 mánaða afmælisdegi dúllunar minnar, sem b.t.w. er farin að segja 2 orð (ekki mamma samt), eða þann 17. júní ætlum við að flytja inn...jei. Við Sigurður erum búin að vera öll kvöld og allar helgar núna undanfarið að vinna í húsinu og manni finnst þetta hreinlega vera endalaust sem þarf að gera. Það er ekkert sérstaklega mikið sem á eftir að gera, Siggi er á fullu í rafmagninu og ég að mála og skrúbba og skipta mér af ;) Þar sem finnst einstaklega leiðinlegt að skrúbba langar mig svo að fá félagsskap til að létta mér verkin og stytta mér stundir. Þannig að ef einhver Sveinsína er ekki með nein áform á föstudagskvöldið og langar að kíkja á húsið og hjálpa mér aðeins þá býð ég að launum heita pizzu og ískaldan bjór (ísskápurinn er í sambandi sko).
Vonandi sé ég ykkur á föstudaginn.
-Gugga
4 ummæli:
Ég kem ef einhver er til í að deila með mér bensínkostnaði og keyra - það fer svo andskoti mikil orka í að keyra og vil frekar nota hana í að pússa spegilinn á baðinu.
Ég stefni á að koma ef ég finn eitthvað útúr þessu. Langar að koma.
Reikna með að þú sért að meina annað kvöld. Ég er alveg til í að kíkja og hjálpa til. Get ómögulega munað heimilisfangið svo ég væri til í að fá það sent með SMS, hvenær á maður að mæta?
Kveðja, Ósk
Ég kíki örugglega. Ég veit hvernig húsið lítur út svo ég ætti að rata, en hvaða tímasetningu erum við að tala um?
kv. Halla
Sælar
ég verð stödd fram í Eyjafjarðarsveit að skrúbba hann Blesa minn:O)En bið kærlega að heilsa á Selfoss og Gugga til hamingju með nýja heimilið.
Kveðja
Edda Kamilla
Skrifa ummæli