Góður andi í húsinu og gaman að bulla með Ósk og Höllu í því sem við tókum skúffur úr og settum í, fórum inn í skáp og út úr honum aftur, tókumst á við lofthræðslu og drukkum bjór.
Ég óska þess að allt hafi gengið samkvæmt áætlun og litla fjölskyldan flytji á morgun, þriðjudag til þroska.
Elsku litli Árvakur var tekinn í kristinna manna tölu í gær og fékk
Ingveldur var búin að reyna að snúa á mig og segja að loks væru þau búin að fá samþykki mannanafnanefndar. Ég átti erfitt með að trúa því að hún Ingveldur myndi velja syni sínum nafn sem þyrfti samþykki fyrrnefndrar nefndar en var samt ekki alveg viss (ég er svo trúgjörn).
Hinn skapmikli Árvakur skal kallaður Ásgeir Skarphéðinn upp frá þessu. Mig minnir að Inga hafi sagt mér einhvertíma að langafi stráksa heiti Ásgeir en hvaðan Skarphéðinn er fengið veit ég ekki.
Til lukku með nafnið Ásgeir Skarphéðinn.
Lag dagsins - Fix you - er til ykkar frá mér. Ég lofa að reyna.
3 ummæli:
Takk fyrir skemmtilega stund um síðust helgi, ertu flutt Gugga?
Til hamingju með nafnið Ásgeir Skarphéðinn. Fallegt íslenskt nafn sem þú færð.
Kveðja, Ósk
Leiðréttist hér með að það er ekki langafi stráksa sem heitir Ásgeir heldur föðurafi hans svo heitir móðurafinn auðvitað Geir. En Skarphéðinn er út í loftið. Ásgeir Skarphéðinn styttist svo í Geiri Skarp.
Geiri Skarp.....hljómar vel. Verður kúl þegar unglingsárin taka við......eftir mööööööööörg ár.
Við erum flutt inn. Við tókum þetta bara með trukki á laugardaginn og fluttum inn ásamt því að fara upp á Skeið í eina útskriftarveislu og til Reykjavíkur í aðra. Þar sem búið var að strjúka rykið af öllu og strákarnir náðu að teppaleggja þá var bara ekkert að vanbúnaði. Nú er allt að koma svona smátt og smátt, ég er búin að fá krana í eldhúsvaskinn og fæ orðið vatn úr honum, þvottavélin og þurrkarinn koma inn í dag. Fæ líklega hurð fyrir klósettið í dag...hehe. Nú svo eru bara dagblöð fyrir gluggana inni í svefnherbergi og ennþá stillasar inni í stofu en þetta er samt rosa kósí.
Allar Sveinsínur velkomnar í heimsókn, við verðum mikið heimavið á næstunni.
Skrifa ummæli