22 júní 2008

Í sól og sumaryl

Sólin á Snæfellsnesi er skærari og glaðari en annarsstaðar - ég segi það satt.
Átti dásamlegan dag með Ágústu í gær. Við fórum á Búðir, Arnarstaða, Hellna, í Dritvík og Stykkishólm. Ágústa fór svo með myndavélina í snjólseðaferð upp á Snæfellsjökul svo ég get ekki sett inn mynd af okkur núna, geri það seinna.

Býður einhver í kaffi á Selfossi á miðvikudags- eða fimmtudagskvöld?

1 ummæli:

Gugga sagði...

Viltu koma í kaffi á miðvikudags- eða fimmtudagskvöld? Á til eitthvað ógurlega gott kaffi frá einhverju voða fínu Suður-Ameríkulandi.