23 júní 2008

Hittingur á Selfossi

Sælar Sínur

Upp kom sú hugmynd að við myndum hittast fyrir austan fjall á miðvikudags- eða fimmtudagskvöld yfir súpu eða öðru matarkyns. Jana verður fyrir austan, einnig Ingveldur og Ásgeir. Ég get verið mætt austur um kl 19:00 hvort kvöldið sem er, hvernig er staðan hjá ykkur skvísur ;O)

8 ummæli:

Gugga sagði...

Ég ætla að bjóða ykkur í kaffi á fimmtudagseftirmiðdaginn.
Klukkan 17:30 í Urðarmóa 3. Aðalheiður, Ingveldur og Ásgeir Skarphéðinn eru búin að boða komu sína.

Alla sagði...

Og ég stend við þá boðun, mæti hress kl.17:30 í Urðarmóann!

Tilvera okkar.... sagði...

...minns kemur líka :)
Janus

Nafnlaus sagði...

við komum pottþétt líka.

Nafnlaus sagði...

Ég mæti, má ég koma með stelpurnar með mér ef Ingvar verður ekki heima?

Kveðja, Ósk

Nafnlaus sagði...

Læt nú ekki svona samsæti framhjá mér fara. Sé ykkur á morgun.

kv. Halla

Gugga sagði...

Auðvitað Ósk. Endilega komdu með þær :)
Ég þarf greinilega að baka tvö bananabrauð en ekki bara eitt, þá fæ ég að nota ofninn minn og hrærivélina í fyrsta sinn....jeiii.

Nafnlaus sagði...

Takk fyrir frábært boð! Ég mæti og verð líklega með afleggjarann með mér. Hlakka til að sjá ykkur.