Í dag hefur hugur minn stundað stífa hugarleikfimi því ég sat á málþingi allan daginn. Ég settist svo niður og byrjaði að skrifa eitthvað blogg fyrir um 20 mínútum síðan ..... fyrsta tilraun var strokuð út (umræða um hugtök og skilning á hugtökum) og síðan byrjaði ég að skrifa aftur og aftur eitthvað nýtt........ ég held ég endi þetta bara á einhverju bulli. Ég er svo skrítin að stundum finnst mér allt svo gáfulegt sem ég hef að segja en þegar ég skrifa það niður þá er það eitthvað svo ruglað og vitlaust. Ég kem einhvern veginn orðunum svo illa að hlutum og eitthvað svoleiðis. Já, undarlegt það en satt.....
Ég hef oft hugsað til síðustu sumarbústaðaferðar undanfarna daga og verð nú að þakka þeim sem þar voru fyrir dásamlega skemmtun. Elsku þið sem ekki komust, vonandi komumst við allar næst og ykkar var saknað. Ég væri svo til í að vera núna út í potti með rauðvín í hönd og slaka á. Það væri bara draumur í dós......
Annars er ég frekar þreytt eftir daginn, skil ekkert í því að þrátt fyrir að vera að sjálfsögðu á besta aldri þá er líkaminn ansi trött eftir setu á stól frá rúmlega átta í morgun til sex (ef ég tek bílferðirnar með). Heilinn þreyttur eftir alla vinnuna í dag, ekki vanur því að puða svona sjáiði til!! Bara vesen að hugsa, nei, ég segi bara svona.... það er alveg bráðnauðsynlegt að fríska husjónina við og kannski ekki síst að viðra skoðanir og hlusta á sjónarmið annarra. Alltaf gott að ræða málin og heyra nýtt, rifja upp gamallt og taka þátt í skapandi vinnu eins og málþing eru.
Nú held ég að ég láti slag standa með bull.....
Góða helgi, Ósk
1 ummæli:
Ó, það var svo æðislegt í bústaðnum!
Að skrifa blogg er eins og með allt annað ... æfingin skapar meistarann! Þessi góða byrjun lofar miklu :O)
Skrifa ummæli