
Lindin er uppáhalds tískufataverslunin mín. Þar eru til föt sem passa á mig. Þar er góð þjónusta og verðið er sanngjarnt. Lindin er vin í eyðimörk fatabúða í mínu lífi.
Ég er sem sagt á Selfossi hjá ömmu og afa að borða bollur, drekka kaffi og þvælast í búðir. Ég kom eftir hádegið með litla bróður sem þurfti að fara á gáfnaæfingu. Ég bara "nennti" engan veginn að vera í vinnunni eftir hádegi - svona prímadonnur eins og ég, sem læt keyra mig í vinnuna að morgni og sækja mig um hádegi, gera það sem þeim sýnist ... svona nokkurn veginn.
Þegar ég kom var amma í spilavítinu en afi sat einn heima og púslaði. Ég klæddi mig úr sokkunum og skreiðu uppí rúm og undir sæng og spjallaði við afa. Það er ómetanlegt að eiga þau að, afa og ömmu. Þau eru svo frábær, ég er svo velkomin og það er svo gott að koma til þeirra. Nú er litli bróðir að safna viti, amma að steikja fiskibollur og afi glímir enn við púslið. Lífið er gott!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli