01 febrúar 2008

Ég er ekki feministi

Mér þykir sjálfsagt að konur og karla eigi jöfn tækifæri, fái sömu laun fyrir sömu vinnu, eigi jafnan rétt til fæðingarorlofs, jafnan rétt til forræðis barns og ...

Mér finnst "jákvæð mismunun" vera kjaftæði - fólk á að fá starf vegna hæfni og reynslu, ekki kyns. Ég veit að enn er ekki jafnræði í þessum málum en ég tel jákvæða mismunun ekki réttu leiðina til að jafna hlut kynjanna.

"Móðurrétturinn" er alltof sterkur. Að kona gangi með barn, fæði það og ali á ekki að vera ávísun á að hún ein hafi ákvörðunarvald um hvort hún fái forræði ef til skilnaðar komi, hennar og föður barnsins. Það á ekki að vera "sjálfgefið" að barnið verði eftir hjá móðurinni. Karlar eiga heldur ekki að gera ráð fyrir því að þetta sé þannig komi til skilnaðar. Það á að vera sjálfgefið að foreldrarnir þurfi að ræða það og velta fyrir sér hjá hvoru þeirra barnið skuli búa. Ég held að þeim fjölgi sem hafi þessa sömu skoðun - enda eru einstæðir foreldrar farnir að láta heyrst þá skoðun að barn eigi að geta haft lögheimili á tveimur stöðum, heimili beggja foreldra.

Mér finnst frábært hvað ungir karlar eru farnir að taka mikinn þátt í og mikla ábyrgð á uppeldi barna sinna. Mér finnst frábært hvað ungar konur eru orðnar framagjarnar og farnar að gera sömu kröfur um laun og stöður og karlar.

~~~

Ég ligg uppí rúminu hennar mömmu með tölvuna hennar á lærunum og skál af niðurskornum (af mömmu minni) eplum og appelsínum mér við hlið. Af hverju? Jú, ég er eitthvað með svo mikinn ólæknandi taugahrörnunarsjúkdóm í dag. Mamma er að fara út að ganga með Húna, Sigurður Rúnar er að keyra heitar pressugerskökur með áleggi til svangra Hafnfirðinga, Steinn Vignir selur fittings til faglærðra í Byko, Ágústa er að ryksuga því við erum að fá 19 manns í matarboð og Aðalheiður er í föðurhúsum. Lífið er gott!

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Já, það verður gaman að sjá hverju við sem kynslóð áorkum og hvernig þessum málum sem þú kemur inn á verður háttað þegar við verðum gamlar:)