Ég rakst á þennan tuttuguogeinnar spurningar-lista á bloggi hjá einhverjum moggabloggaranum í dag og fannst hann sniðugur. Ég skora á ykkur hverja og eina að afrita listann, breyta svörunum að ykkar skapi og birta sem nýja færslu hér á sveinsínu. Bara einfaldur lítill leikur til að auka umferðina hér hjá okkur! Ég sé það á teljaranum að þið kíkið nú allar við í það minnsta einu sinni á dag - en það skilar sér nú samt ekki í athugasemdunum. Mér finnst við furðu skoðanalausar ;O)
Ég vil búa til spunringu nr.22: Hver verður næst til að svara? Ég held að það verði Jana. Jana, hver verður næst á eftir þér?
---
Ég er hrifin af Laginu. Mér finnst gaman að velja lag og setja það á bloggið okkar.
Í kvöld valdi ég lagið Head over heals með Tears for fears. Gott lag frá níunda áratugnum. Þá voru þeir félagar ótrúlega svalir, sjáið bara fléttuðu "skottin" sem Curt er með og Roland svo dularfullur með lokk í vinstri eyrnasnepplinum - var það ekki merki um að vera hommi ef maður var með lokk í vinstri, ekki hægri?
Minn tónlistarsmekkur endurspeglar á engan hátt smekk allra hinna tilleggjendanna á þessari síðu (jafnvel LANGT frá því) svo ég gef orðið (lagið) laust. Nú verður þetta eins og keðjubréf - þú setur nafnið (lagið) þitt efst á listann og strokar það neðsta út.
Ég vil skora á Guggu að velja næsta lag.
1 ummæli:
Ég reyni nú að vera dugleg að hafa skoðanir.... mun reyndar geyma lestur síðasta bloggs þar til síðar og reyna þá að taka þátt í þessu. Á eitthvað lítinn tíma í þetta net þessa dagana.
Knús í bili.......
Skrifa ummæli