1. Rauðvín eða hvítvín? Hvítt með fiski, rautt með kjöti - er svo dönnuð eins og þið vitið...annars finnst mér bara bæði betra.
2. Hvað ertu margra daga gömul? 11205 daga.
3. Hvað hefurðu átt marga kærasta? Best að vera ekki að rifja upp gamlar syndir - er allavegana búin að eiga sama kærastann í meira en 12 ár, rosalega líður þetta fljótt.
4. Er grænn uppáhalds liturinn þinn? Fer eftir litaafbrigði hans.
5. Hvaða nammi borðarðu í bíó? Popp og sykurlausan kóladrykk, fullan af gervisætu.
6. Hvert er uppáhalds húsdýrið þitt? Hundar heimavið, kýr í útihúsum.
7. Færðu frunsur? Kemur fyrir á kyssitauinu á ,,álagstímum".
8. Hversu mörg barnabörn muntu eignast? Vonandi sem flest.
9. Hvað borðarðu í morgunmat? Hafragraut, brauð, kex, ávexti...fer eftir skapi.
10. Ef þú mættir bara velja annað - enda hungursneið eða koma á heimsfriði? Af hverju? Enda hungursneið, það er svo vont að vera svangur og ef maður er svangur verður maður úrillur og hættir að hugsa rökrétt. Mér er svo líka nokk sama hvort fólk sé að berjast í ,,húngalabúngala", ég kýs að búa hér á fróni og þá er voða gott að geta slökkt á fjölmiðlum ef maður kærir sig ekki að vita meira um hver var að ráðast á hvern, svona er maður nú líka sjálfselskur.
11. Hvaða tíma sólarhringsins heldurðu mest uppá? Kvöldin
12. Í hvaða stellingu sofnarðu? Á hliðinni í fósturstellingu með aðra eða báðar hendur undir vanga.
13. Hvert er sviðsnafnið þitt á Goldfinger? Langbrók (íslenskt, já takk)
14. Hvað er heitt heima hjá þér? 20°C, þó heitara yfir miðjan daginn þegar sólin skín inn um stofugluggana.
15. Ferðu í ljósalampa? Nei, það er óhollt! Brúnkukremin virka alveg eins vel á veturnar og svo notar maður bara góða sólarvörn í góða veðrinu á sumrin.
16. Hvernig myndir velurðu á vídeóleigunni? Fer eftir stemmingu hverju sinni, er samt lítið fyrir bardaga-, stríðs- og framtíðarmyndir.
17. Hvað fékkstu mörg stig á persónuleikaprófi Dr.Phils? Hef ekki haft nennu í að taka það.
18. Hvort er meira turnoff - loðið bak eða síður pungur? Fer eftir restinni af skrokknum og persónuleikanum ;o)
19. Er eitthvað sem þér hefur láðst að deila með okkur hinum? Væri stundum til í að búa aðeins nær ykkur - nóg af húsnæði á góðu verði laust hér fyrir austan og næga vinnu að fá í SS og Reykjagarði - spennandi ekki satt?
20. Hvaða blóm þykja þér fallegust? Af hverju? Lyfjagras, jakobsfífill, rauðar rósir og blómstur ávaxtatrjáa.
21. Hvort er glasið hálf fullt eða hálf tómt? Hálf fullt!
22. Hver verður næst? Kannski það verði bara hún Halla?
Knús til ykkar!
Kveðja,
Margrét Harpa
Express yourself instantly with MSN Messenger! MSN Messenger
3 ummæli:
Í húngalabúngala? Er það nýtt sjálfstætt ríki sem klauf sig út úr langtíburtistan?
...hei það er ár og öld síðan ég skrifaði á Sveinsínu. Ég er ekki tölvunörd. Ég ætla því að fara í síðustu fýluna mína sem 30 ára snillingur :)
kv. Jana
Alveg sammála með að slökkva stundum á fréttunum..... er maður eitthvað verri að vera ekki alltaf að fylgjast með öllu sem er að gerast allsstaðar??
Skrifa ummæli