1. Rauðvín eða hvítvín? Hvítvín til að hressast, rauðvín til að slaka á og sofa vel.
2. Hvað ertu margra daga gömul? 11289 daga.
3. Hvað hefurðu átt marga kærasta? 4.
4. Er grænn uppáhalds liturinn þinn? Nei, ég er meira fyrir rautt og appelsínugult.
5. Hvaða nammi borðarðu í bíó? Nachos eða frostpinna.
6. Hvert er uppáhalds húsdýrið þitt? Kisa.
7. Færðu frunsur? Nei, ég er hrein mey.
8. Hversu mörg barnabörn muntu eignast? 3, vonandi.
9. Hvað borðarðu í morgunmat? Hafragraut eða Cheerios eða Nupo eða Kornflex og mjólk.
10. Ef þú mættir bara velja annað - enda hungursneið eða koma á heimsfriði? Af hverju? Enda hungursneið. Það myndi leiða af sér heimsfrið því þá hefð allir nóg og ástæðulaust væri að deila um yfirráð, völd og peninga - sjá enn fremur svar við sp.21.
11. Hvaða tíma sólarhringsins heldurðu mest uppá? Morgna, aðallega sunnudagsmorgna.
12. Í hvaða stellingu sofnarðu? Yfirleitt á maganum með vinstri lófann undir vinstri kinninni (nei, ekki rasskinninni, ég er ekki svo liðug).
13. Hvert er sviðsnafnið þitt á Goldfinger? Juggernoughty.
14. Hvað er heitt heima hjá þér? 21 gráða á selsíus - helst kaldara þó.
15. Ferðu í ljósalampa? Nei, það er ekki gott fyrir húðina. En gæti samt verið gott fyrir sjálfstraustið.
16. Hvernig myndir velurðu á vídeóleigunni? Í þessari röð: Spennu, vísindaskálsögur, grín, hasar, drama, rómantískar og ef allt annað bregst þá fer ég heim tómhent og horfi á Rauðu akurliljuna.
17. Hvað fékkstu mörg stig á persónuleikaprófi Dr.Phils? 44.
18. Hvort er meira turnoff - loðið bak eða síður pungur? ÖÖÖ - er það einhver spurning?
19. Er eitthvað sem þér hefur láðst að deila með okkur hinum? Ég er með kiwi-óþol og fæ meltingartafir af osti.
20. Hvaða blóm þykja þér fallegust? Af hverju? Þessa dagana eru það túlípanar, sérstaklega þeir fíngerðu, rauðbleiku. Gerberur og vel snyrtur Maríustakkur koma líka sterk inn. Túlípanar hafa svo mikil græn blöð og blómin eru svo fagurlega sköpuð, ávöl og lokkandi.
21. Hvort er glasið hálf fullt eða hálf tómt? Glasið er svo hálf fullt að það flæðir næstum út úr því.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli