Sveinsína er hávaxin, þéttvaxin, lávaxin, grannvaxin, með dökkt, rautt, ljóst, sítt, stutt hár og blá, grá, brún, græn augu. Hún er alvarleg, einföld, dul, saklaus, gáfuð, lífsreynd, uppátektarsöm, skörp, róleg, fjörug, opin. Hún er kona, systir, móðir, stelpa, eiginkona, dóttir, vinkona, frænka, kærasta, hún sjálf.
25 febrúar 2008
Obbo bobb nú er sko komið að mér
1. Rauðvín eða hvítvín? Bæði, rautt með fiski og hvítt með kjöti og öfugt, er algjört viðrini þegar kemur að borðsiðum.
2. Hvað ertu margra daga gömul? 11 þúsund og eitthvað
3. Hvað hefurðu átt marga kærasta? Já rosa marga... í draumum mínum.
4. Er grænn uppáhalds liturinn þinn? Neibb
5. Hvaða nammi borðarðu í bíó? Popp og sykurlausan kóladrykk, fullan af gervisætu, alveg eins og Margrét.
6. Hvert er uppáhalds húsdýrið þitt? Hestar, hundar og kýr í þriðja sæti
7. Færðu frunsur? Já því miður og alltaf á versta tíma þegar maður ætlar að vera voða sætur.
8. Hversu mörg barnabörn muntu eignast? Er ekki rétt að byrja á börnunum fyrst áður en maður fer að krefjast barnabarna.
9. Hvað borðarðu í morgunmat? Hafragraut og banana og skola niður með kaffi
10. Ef þú mættir bara velja annað - enda hungursneið eða koma á heimsfriði? Af hverju? Úff það er mánudagur, ég get ekki svarað svona krefjandi spurningum fyrr en í fyrsta lagi á fimmtudag.
11. Hvaða tíma sólarhringsins heldurðu mest uppá? Kvöldin
12. Í hvaða stellingu sofnarðu? Á maganum og svo þegar ég er u.þ.b. að festa svefn sný ég mér á vinstri hliðina.
13. Hvert er sviðsnafnið þitt á Goldfinger? Svipan.
14. Hvað er heitt heima hjá þér? Frostmark í svefnherberginu og ca 21 stig í öðrum herbergjum
15. Ferðu í ljósalampa? Iss nei, hver þarf þess þegar maður tekur svona góðan lit við að mála húsið sitt á sumarin.
16. Hvernig myndir velurðu á vídeóleigunni? Ég fer svo sjaldan á leiguna að ég vel yfirleitt "stórmyndirnar" sem ég missti af í bíó.
17. Hvað fékkstu mörg stig á persónuleikaprófi Dr.Phils? Ha?
18. Hvort er meira turnoff - loðið bak eða síður pungur? Allt er hey í harðindum, maður lætur nú ekki svona smámuni á sig fá þegar á hólminn er komið ;-) Oj
19. Er eitthvað sem þér hefur láðst að deila með okkur hinum? Ég er örugglega alltof léleg að tjá ykkur hvað þið eruð frábærar kæru Sveinsínur. Mér er farið að skiljast það að það er ekkert normal að eiga svona frábærlega mikið af góðum vinkonum. (Shit hvað ég er væmin).
20. Hvaða blóm þykja þér fallegust? Af hverju? Eyrarrósin er langflottust.
21. Hvort er glasið hálf fullt eða hálf tómt? Fer eftir orkunni hverju sinni, er búið að vera hálf fullt lengi vel sem betur fer.
22. Hver verður næst? Kannski það verði bara hún Kristín?
Kv. Halla
3 ummæli:
Sammála þessu væmna hjá þér. Sveinsínur eru æðislegar.
Sammála, sammála, Sveinsínur er frábær hópur:)
Rosalega dreymir þig alltaf vel - eru þeir ekki fjallmyndarlegir alveg allir þessir kærastar?
Skrifa ummæli