10 janúar 2008

Sumarbústaður eftir átta daga!!!!

Niðurtalning er hafin fyrir sumarbústaðafjörið 2008 hjá Sveinsínum. Föstudaginn 18. janúar ætlum við að skunda (eða kannski keyra) í bústaðinn góða á Flúðum og gista fram til 20. janúar.
Ferðin mun að þessu sinni hafa spænskt þema og eru allir beðnir um að mæta með fatnað sem hæfir þemanu og með spænska tónlist (það sem fólk á). Hugmynd er um sameiginlegan málsverð á laugardagskvöldinu t.d. Fahijtas.

Allir að mæta með sínar drykkjarveigar, sængurföt, sundföt, mat fyrir utan sameiginlega máltíð, það sem fólk á skemmtilegt og vill hafa með, góða skapið og gleðina og stuðið.

Frábær hugmynd kom um að hafa pakkaleik. Allar sem vilja taka þátt mæti með pakka sem inniheldur eitthvað og miða skal við 1000 krónur í kostnað. Síðan verður svona pakkarugl og allir fá einn pakka.........

Dagskrá:

Föstudagskvöld:
Bollalestur
Heitur pottur?

Laugardagur:
Sameiginlegur matur
Pakkaleikur
Heitur pottur?

Nú er bara að allar staðfesti þátttöku / mætingu og eins láti vita hvort þær vilji taka þátt í sameiginlegum mat á laugardagskvöldi - Fahijtas. Sjáumst, sjáumst, sjáumst, sjáumst, sjáumst, sjáumst mjög fljótlega............ohhhhh þetta verður æði stelpur!

Kveðja Ósk!

13 ummæli:

Alla sagði...

Ég mæti með rós í hárinu, pakka í farteskinu og hvítvín - eða uppskriftina að sangrianu hennar Pilar minnar og tilheyrandi. Ég vil endilega vera með í sameiginlegri guðsþjónustu safnaðarins - Fajitas!

Nú fer ég að rifja upp hvað kom í síðasta bolla - hvort eitthvað hafi ræst ;O)

eddakamilla sagði...

Mæti, mæti, mæti :o)Vil endilega taka þátt í Fajitas - guðþjónustunni.
Kveðja
Edda Kamilla

Nafnlaus sagði...

Ég get ekki séð að ég komist um helgina, ferlega súrt.
Kv. Bríet.

Nafnlaus sagði...

Skamm Bríet að komast ekki, mig sem dreymdi þig í nótt. Við vorum á rúntinum á silfurlituðum Benz (sem reyndar eyðilagðist í draumnum - þoldi illa torfærur;-) Ég sé hins vegar fram á frí frá skóla og því get ég verið alla helgina í bústaðnum. Hlakka til að sjá ykkur!

kv. Halla

Nafnlaus sagði...

Ég sé fram á að komast aðeins laugardagskvöldið í bústaðinn. Kveðja, Kristín Birna

Nafnlaus sagði...

Verð líklega alla helgina - hlakka orðið rosa til! Líst vel á sameiginlegan kvöldverð á laugardagskvöldinu, spurning hvað við verðum með á föstudagskvöldið? Eigum við ekki að hafa e-h. sameiginlegt og létt þá? Hlakka til að sjá ykkur.
Margrét Harpa

Alla sagði...

Spennan magnast dag frá degi!

Ég er til í eitthvað sameiginlegt á föstudagskvöldið - hvað segið þið um pastasalat m.kjúklingi og grænmeti og kalt hvítvín í lítravís?

Nafnlaus sagði...

Þetta verður náttúrulega bara klikkað gaman stelpur. Spurning með mat á föstudag.....erum við ekki bara frekar seint á ferð til að vera matbúa eitthvað dæmi þá????

Jæja, er að vinna í búningnum mínum. Verð að halda áfram fyrir svefninn....minni allar á þemað:)

Knús, Ósk

Nafnlaus sagði...

Ég styð kjúklingasalatið hjá Öllu. Þá þarf ekkert að malla þegar upp í bústað er komið, bara eta og drekka hvítvín. Látið vita ef ég á að gera eitthvað í þessu sambandi.

Ósk - eigum við ekki að vera samfó eins og venjulega? Að sjálfsögðu eru allir velkomnir með sem vilja.

kv. Halla

Nafnlaus sagði...

Hljómar allt vel fyrir utan að Bríet komist ekki. Getur þú ekki reynt að koma bara laugardagskvöldið líkt og Stína stuð??
Ég tek þátt í öllum mat og panta stærsta rúmið, þarf að hafa gott pláss til að geta snúið mér á nóttunni.

Nafnlaus sagði...

Planið var að koma á föstudagskvöldinu því pabbi karlinn ætlar að halda upp á afmælið á laugardagskvöldinu. En þá er akkúrat vinnuferð til Akureyrar á föstudaginn. Ég er ferlega svekt, það er svo langt síðan ég hef hitt ykkur.

Sé ykkur einhvern tíman seinna.
Bríet

P.s. Oh, hvað við hefðum gaman af því Halla að fara á silfurgráum Bens í torfærur! Þegar önnur okkar er orðin rík, eða báðar, þá látum við drauminn rætast;)

Nafnlaus sagði...

Bríet þín verður sárt saknað, vonandi verður bara vinnuferð til Akureyrar frestað vegna veðurs og þá kemstu með okkur, er það ekki bara plan?? Í leiðinni veðrur færðin okkur vonandi hliðholl um helgina, lýtur ekki vel út þegar ég horfi út um gluggann núna. Allt á kafi í snjó.....

Sammála með að elda ekki á föstudagskvöldi, hafa þá eitthvað sem er klárt þegar við mætum og gott að drekka með:)

Heyri í þér Halla með farið.

Nafnlaus sagði...

Það er bara að koma að þessu :) Verður ábyggilega geggjað að vera þarna í snjónum um helgina. Ég reikna með að geta farið úr bænum rúmlega þrjú. Við ættum kannski einhverjar að hittast í Bónus á Selfossi þarna um kaffileytið og versla.

Ég er búin að finna alveg ótrúlega skemmtilega gjöf fyrir pakkaleikinn og er líka búin að finna alveg ótrúlega smekklegan búning.

Ef einhver vill fara fyrr upp í bústað er talnalás á hurðinni og því er bara hægt að hringja í mig og fá hann og þá getur hver sem er farið fyrstur inn :) Þetta er fyrsti bústaðurinn Hámói 1.

Ég get ekki betur séð en að við ætlum að vera átta báðar næturnar og svo heppilega vill til að í bústaðnum er svefnpláss fyrir átta svo engin þarf að sofa á sófanum :)

Ég hlakka til að sjá ykkur :)

kv. Jana

ps. muna eftir sundbolnum :)