14 janúar 2008

Jólakíló

Mér til mikillar sorgar (en ekki furðu) fékk ég 3 kg af fitu í jólagjöf. Ég ætla samt ekki að þiggja þau - ég vona að gefandi móðgist ekki við það að ég skili þeim í búðina!

Ég keypti mér jógadýnu um daginn. Rándýrt fyrirbæri svo ég verð að leggja hart að mér að nota dýnuna í nokkur skipti í það minnsta - svona uppí kostað alla vega. Þess vegna fór ég til OlluMögggu móðu minnar á föstudag og fékk lánaðan mynddisk þar sem Guðjón Bergmann leiðir áhorfandann í gegnum einfaldar (og flóknari) jógaæfingar.

Ég er búin að spila diskinn tvisvar. Samkvæmt fyrirmælum horfði ég bara í fyrsta skiptið en gerði æfingarnar með í annað skiptið. Ég verð búin að vinna fyrir dýnunni ef ég geri þrisvar sinnum í viðbót í janúar. Fylgist með ...

3 ummæli:

Gugga sagði...

Hei ég fékk líka 3 kíló í jólagjöf....en ég er búin að skila þeim aftur.

Nafnlaus sagði...

Fylgir þessi á myndinni með jógadýnunni?!
Kv. Bríet.

Nafnlaus sagði...

Væri nú ekki gott ef maður gæti bara skilað kílóunum ef maður vildi. bara rétt eins og að skipta salatskálinni sem maður fékk tvær eins af??