16 janúar 2008

Ekki á morgun heldur hinn

Jæja stelpur, þá er þetta að fara gerast.......bara ekki á morgun heldur hinn. Á föstudagskvöldi verður boðið upp á kjúklingapastasalat og laugardagskvöldi Fahijtas. Við skiptum svo kostnaðinum á okkur. Alla ætlar að græja föstudagsmatinn og við Jana ætlum að græja laugardagsmatinn. Drykki græjar að venju hver fyrir sig. Minni bara á lesninguna hér fyrir neðan með farangur og leiki og fleira.

Hlakka til að sjá ykkur,
kveðja, Ósk

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

okei meðtekið.
Eigum við sem förum úr bænum á föstudagskvöldinu og komum til baka á sunnudeginum ekki að vera samferða??

Alla sagði...

Verum samferða - ef við getum samstillt brottför. Hvenær ert þú tilbúin að fara?

Nafnlaus sagði...

Ég verð vonandi búin að vinna fyrir kl. 18, en þar sem er föstudagur veit ég aldrei. Svo ég verð vonandi tilbúin að fara um kl. 18 til 19. Er það of seint fyrir þig?

Alla sagði...

Nei, það er ekki of seint fyrir mig. En þá verður einhver önnur að taka að sér að elda kvöldmatinn - sem er fáránlega einfaldur réttur - eða hver reddar sér (sem er líka ágætt).

Nafnlaus sagði...

Bíddu þurfum við eitthvað að borða snemma. Er kl 21 ekki fínn kvöldmatartími? Við erum í afslöppun og þurfum ekki að fara eftir klukkunni. Kvöldið er okkar.