12 desember 2007

Jólin koma, jólin koma...


Voðaleg rólegheit eru yfir þessari blessuðu vefsíðu okkar. Það er í sjálfu sér kannski bara allt í lagi því engar fréttir eru jú góðar fréttir. Ekki er nú mikið að frétta af mér en helsta fréttin er að ég að klára jólaprófin í Leiðsöguskólanum á morgunn. Það verður indællt að fá að pústa smá um jólin. Hvernig væri að ná eins og einu Sveinsínudjammi um jólin? Hugsið málið og kommentið.

Á þessum síðustu og verstu tímum hnattrænnar hlýnunar þá veitir víst ekki af að huga að umhverfinu. Ég hef því ákveðið að senda bara rafræn jólakort í ár og nota andvirði pappírskortanna (og kannski eitthvað rúmlega það) til að styrkja gott málefni. Í þetta jómfrúarskipti ætla ég að styrkja Rauða krossinn. Hver veit nema að þetta verði árviss hefð hjá manni, en það verður bara að koma í ljós.

Hafið það gott á aðventunni dúllurnar mínar
kv. Halla

4 ummæli:

Alla sagði...

Mikið rosalega er þetta góð hugmynd hjá þér Halla - hvort heldur sem er Sveinsínudjamm eða að senda engin jólakort.

Ég er til í djammið, en ætla að senda jólakort - með glimmer!

Gugga sagði...

Þetta er alveg hrikalega góð hugmynd og afsökun fyrir þá sem nenna ekki að skrifa jólakort. Tek þetta til greina hjá þér og mun ekki stroka þig út af góða listanum mínum á aðfangadagskvöld.
Er mikið vel til í Sveinsínuhitting hvar og hvenær sem er.

Tilvera okkar.... sagði...

Janus líka, er búin að kaupa jólakort en nenni ekki að skrifa á þau :) kannski ég bara geri það ekki neitt :)

Nafnlaus sagði...

Já, þið segið það, jólakort er alltaf ákveðið umræðuefni. Við sendum svo mörg að ég hef ekki haft sveinsínur á lista...nema Öllu:) Vona að mér sé fyrirgefið líka fyrir rafræn jólakort til ykkar. Varðandi djamm er ég til, kemur bara í ljós hvenær og hvar. Hvernig væri að hafa eins og einn Selfosshitting???? Allavega, er þetta ekki bara spurning að einhver ákveði og þær koma sem það geta.
knús, Ósk