21 desember 2007

Gleðileg jól


Mér fannst vanta smá jólaskraut hérna svo ég fann þessar fínu perur til að setja hérna inn...eru hvort sem er allir ekki komnir með nóg af jólasveinum, englum og stjörnum. Perur klikka ekki.
Ég verð fyrir austan um jólin og ætla bara að njóta þess að eiga jólafrí. Vinn tvo daga á milli jóla og nýárs og fer svo aftur í frí í sveitina.
Krílið í kúlunni fer ört stækkandi og er ég nú orðin ansi væn enda bara rúmlega tveir mánuðir eftir. Ber samt kúluna með miklum þokka ;)
Vona að þið eigið ljúf jól.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Innilegar jóla- og nýárskveðjur til ykkar allra. Ég fer til Köben á Þorláksmessu og kem til baka þann 29. des. 30. des er svo stefnan tekin til Eyja þar sem við munum dvelja yfir áramótin. Unnþór er að spila - eins og venjulega :)
jólakveðja, Kristín Birna

Nafnlaus sagði...

Fallegar perur og það er satt, þær klikka ekki. Vona að þú eigir ljúf jól líka væna mín. Ef þig langar að kíkja veistu að þú ert velkomin. Góða ferð til Köben Kristín Birna og Eyja:)
Gleðileg jól, Ósk