Tíguleg, háskólamenntuð, undurfögur með geislandi hár og töfrandi bros gengur hún eftir götum miðbæjarins. Klædd samkvæmt nýjustu tísku með granna leggi í stuttum kjól. Karlmennirnir horfðu dolfallnir á þessu undurfögru konu og reyndu að finna eitthvað gáfulegt til að heilla hana, til að fá hana til að horfa í augu sín eitt andartak.
Einn sá efnilegasti í hjörðinni með glasandi hálsfesti var sendur af stað, með nesti og nýja skó. Að baki hans stóð allt karlastóðið og fylgdist með, skíthræddir um að þessi drottning myndi hverfa af markaðnum. Hann hóf sig upp og reyndi að segja eitthvað gáfulegt en hin töfrandi fegurð stúlkunnar gerði honum erfitt fyrir.
Að lokum tók hann af skarið og sagði brattur. Þú ert með svo fallega leggi varstu í ballet? Viðstaddir glottu, sumir snéru sér undan, aðrir biðu spenntir. Stúlkan unga glotti líka, lét vindinn leika augnablik um rennislétt hárið, horfði svo beint í augu mannsins með hálsfestina, svo stíft að maðurinn tók andköf. Svo sagði hún, ballet? Nei ég stundaði glímu!!!
Karlinn koðnaði niður og lét sig hverfa. Kóngur í sínum eigin huga var hann. En glímukóngur var hann ekki.
5 ummæli:
Bravó....þetta er flottara:) Komst yfir eitt á hinum staðnum, hafði enga löngun til að lesa meira......
Ertu komin með útgáfusamning? Þetta er örugglega efni í heila bók ;o)
Hm, þetta gæti nú alveg verið sönn saga um hana Ingveldi okkar..?
Bríet.
Hahahaha....þetta er nákvæmlega rétt hjá þér Bríet!!! Þetta var ógeðslega fyndið :)
hahahhahahah þetta er fyndið og flott skrifað. Svolítið fært í stílinn m.v sannleikann en sögur eru alltaf betri aðeins ýktar.
p.s sko mikið betra en hún Ellý.
Skrifa ummæli