04 ágúst 2007

Hárgreiðslukona.....

Þó manni finnist svo oft sem ekkert gerist þá gerist samt alltaf svo ofsalega margt. Lífið er bara þannig. Maður týnir litlu hlutunum og veit stundum ekki að það eru einmitt þeir sem er svo mikilvægt að muna eftir.

Ég er oft að rifja upp bernsku mína þegar eitthvað er að gerast í lífi stelpnanna minna. Nú er það nýjasta að greiða hár, þær eru að greiða mér, sér og dúkkunum og þykir voða sport. Þegar ég var um 10 ára ætlaði ég að vera hárgreiðslukona......síðar breyttist það í barnasálfræðing... einmitt já!!

Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór?

Vil enda þetta stutta blogg á að senda kveðju til ykkar allra með ósk um góða verslunarmannahelgi.

Ósk

7 ummæli:

Alla sagði...

Ég ætlaði að verða flugmaður lengi vel og svo skrifstofukona, aldrei kennari!

Nafnlaus sagði...

Þegar ég var þriggja ára ætlaði ég að verða óperusöngkona og spila á þverflautu þegar ég yrði stór ;o)

Tilvera okkar.... sagði...

Hehehe....ég er náttúrulega alveg hrikalega hallærisleg því að ég þegar ég var lítil ætlaði ég alltaf að verða kennari ;) Reyndar ætlaði ég líka að vera maraþonhlaupari :) Það er nú ekkert útséð með það.

kv. Janus

Gugga sagði...

Ég ætlaði að verða flugfreyja og ferðast um heiminn. Varð ekki flugfreyja en er samt búin að ferðast töluvert.

Nafnlaus sagði...

Ég ætlaði að verða forseti Íslands. Það er örugglega ansi spennandi starf, ég gæti vel hugsað mér það enn í dag.
Kv. Bríet.

Nafnlaus sagði...

Og ég ætlaði að verða dýralæknir eða prinsessa. Mjög lík störf í eðli sínu.

Nafnlaus sagði...

Frá því að ég gat talað sagðist ég ætla að verða bóndi, skrifaði það líka í allar minningabækur sem gengu í barnaskólanum. Hef nú menntað mig í faginu, er stundum bóndi um helgar og í sumarfríinu og verð kannski bóndi þegar ég verð stærri (sko ekki þrítug enn).