Jæja, þá kem ég með 8 fortíðardrauga og svo tekur sú næsta við....
1. Fyrsti kossinn, Galtalækur, hann heitir/hét?? Kári. úff....segjum bara að það var gott að hann lét sig fljótt hverfa.
2. Ég reyndi einu sinni að stela!! já, ég gat ekki klárað dæmið, fékk of mikið samviskubit. Ætlaði að taka smáaur frá nágrannastelpu, skilaði honum á sinn stað áður en ég fór heim. Held ég hafi verið 10 ára.
3. Veit ekki hvort einhver man eftir því en í fjölbraut var ég eitt árið kosin í ritráð Pressunnar. Mun alltaf sjá á eftir því að hafa ekki barist betur á móti þeim karlrembum sem ég lenti með í ritráði og sögðu mér að ég mætti ekkert gera, ég væri stelpa og gæti ekki skrifað neitt! Ég tók því bara og þagði og gerði sama sem ekkert í þessu ritráði.
4. Ég var svo mikil mömmustelpa þegar ég var yngri að ég gat ekki hugsað mér að fara í sumarbúðir. Gaf einhverja lélega afsökun, ég bara gat ekki verið án mömmu!! (ca. 12 ára).
5. Ég lærði alltaf heima í dönsku hjá Árna "Dan" og laug svo auðvitað um það, já, maður varð að falla í hópinn.
6. Ég fékk fyrsta sogblettinn í partíi hjá Eddu Kamillu, sagði mömmu að ég hefði dottið á sófahorn......yeh, right!
7. Ég svaf með bangsa þangað til ég var 14 ára. Sem betur fer kann hann ekki að tala.......sá gæti sagt mörg leyndarmálin!
8. Ég þjáist af ofsamviskubiti, get fengið samviskubit yfir öllu og hef verið svona síðan á fyrri hluta unglingsáranna. Erfitt að lifa við slíkt en lærist.
og þá er komið að næstu.
Hlakka til að sjá ykkur á morgun.
Kveðja, Ósk
3 ummæli:
Haha...þetta voru góðar játningar.
Játning nr.3
Þegar ég var 8 eða 9 og systa mín þá 9 eða 10 var hún rosa skotin í strák. Hún var búin að skrifa ástarjátningu í jólakort. Ég stal kortinu úr skúffunni hennar og sýndi stráknum og skilaði því svo á sinn stað.
Hahahaha...ég lærði líka alltaf fyrir tímana hjá Árna danska en kunni samt aldrei neitt.
Ég hef fulla trú á verðandi bloggferli þínum :)
Skrifa ummæli