Kannski var það vafrinn minn, kannski var hún að mótmæla því hvað hún er lítið notuð, kannski skellti hún sér á meðferðarstofnun til að hressa sig við. Hver veit. Hún er í það minnsta orðin eins og hún á að sér að vera ... sem er gott!
Af mér er allt það besta að frétta. Var reyndar í síðasta tímanum á námskeiðinu mín sem var ofsalega skemmtilegt íslenskunámskeið í Endurmenntun HÍ. Kennarinn meira að sagði að ég væri vel að mér, sem mér þótti ofsalega gaman að heyra.
Allt er enn á huldu með laugardaginn. Ég er nefnilega tvíbókuð þarna um hádegið, námkvæmlega á milli 11 og 14. Ferlegt. Hversu mikið sem ég get stoppað í brunch þá stefni ég ótrauð á að fara út og skála með ukkur (það er viljandi að ég set u í ukkur - vísun í ömmu mína sem segir svona) fyrir afmælisbarninu! Ég ætla nú að taka fram myndaalmbúmin mín og vita hvort ég finni asnalegar myndir af þessu umrædda barni sem ég get birt hér því til hrellingar og öðrum til skemmtunar! Skora á aðra að gera slíkt hið sama ;o)
Í Jesúsar nafni,
Amen
2 ummæli:
Haha...það líst mér vel á. Á nokkrar góðar af kerlunni.
hahaha...góð hugmynd að setja svona myndir...ég á nefnilega sjálf fullt af myndum af öðrum meðlimum Sveinsínu sem ég hlakka til að deila með ykkur :)
kv. Janus
Skrifa ummæli