Mér dettur helst í hug að hún hafi fengið taugaáfall vegna gífurlegs tilfinningalegs álags. Jude Law var á Íslandi, Britney farin í meðferð, Anna Nicole dáin og hún sjálf að verða þrítug ...
Ég vona að hún verði snögg að jafna sig.
Ég lenti í vanda við að skrá mig inn, þurfti að breyta aðganginum til þess. Ég vona að það valdi ykkur ekki vandræðum. Ef svo hafið samband við mig og við reynum einhvernveginn að finna út úr því.
Góðar stundir.
1 ummæli:
Þetta er náttúrulega búið að vera svakalegt ástand á tilfinningasviðinu undanfarið. En mikið er ég fegin að Sveinsína er fljót að taka sig saman í andlitinu og líta björtum augum á framtíðina.
Skrifa ummæli