16 janúar 2007

Sumarbústaður

Sælar Sínur!
Eins og þið kannski munið eftir þá pöntuðum við sumarbústað helgina 2-4. febrúar næstkomandi. Ég var bara svona að velta fyrir mér hversu margar okkar hafa hugsað sér að njóta þessara stunda saman svo við getum reynt að plana rúmskipan og dýnuskipan ef því er að skipta.

Endilega kommentið með nafni ykkar og fjölda nátta sem þið ætlið að vera.

Ég byrja....
Ég heiti Jana og ætla að vera báðar næturnar (og pant ekki skúra).

10 ummæli:

Sveinsína sagði...

Ég heiti Aðalheiður og ætla að vera seinni nóttina. Pant ekki skúra heldur!

Gugga sagði...

Ég heiti Guðbjörg og ætla að vera báðar næturnar. Pant ekki fá flensu!

Nafnlaus sagði...

Ég heiti Ingveldur og langar til að vera tvær nætur en verð líklega ekki nema eina, veit ekki hvora...líklega þá sem flestir ætla að vera. Get ekki staðfest nánar fyrr en ég fæ íbúðina afhenta.

Nafnlaus sagði...

2 nætur hérna megin takk fyrir.

Nafnlaus sagði...

Ég heiti Bríet og ég ætla að vera eina nótt, þá nótt sem fleiri ætla að vera.

Nafnlaus sagði...

Kem, veit ekki alveg hvort það verður ein eða tvær nætur.... ef ein þá svo sannarlega sú sem fleiri mæta:) Er aðeins að ákveða varðandi hversu mikið ég á að leggjast á ömmur og afa vegna pössunar (Ingvar að vinna dagvaktir 7-19).... svona er að eiga börn!! Hlakka ýkt mikið til... skal reyna ákveða mig fljótlega.....hverjar ætla á bílum og ca. hvenær getur maður þar af leiðandi fengið far (ætlaði að sníkja mér far með einhverjum).

Sveinsína sagði...

Mér sýnist svo margar ætla að vera aðra nóttina, og þá þá sem fleiri ætla að vera ... viljið þið þá ekki bara ákveða að vera seinni nóttina ... með mér? haha, er það ekki, ha?

Nafnlaus sagði...

Er alvarlega að spá í að reyna vera tvær nætur, væri sko alveg til í það...en hvað segja konur, ætla einhverjar bílandi? Á að sameinast með mat eða hver fyrir sig? þarf að hafa með sér eitthvað...hvað er í bústaðnum, þarf að hafa utanum sængur eða svefnpoka, held ég hætti að spyrja í bili.....

Sveinsína sagði...

Farðu inná www.ki.is. Þar á lista til vinstri er krækja sem heitir orlofssjóður. Settu bendilinn yfir hana og þá kemur flettistika. Í henni skaltu velja Ásabyggð. Þá kemur upp mynd af sumarbústað og undir henni þessi setning: "sjá nánar heimasíðu um Ásabyggð". Smelltu á hana. Þá færðu upp síðu með myndum af sumarbústöðum. Veldu hnappinn sem á stendur Innbú. Þá ættir þú að sjá lista yfir það sem er í bústöðunum og hvað þú þarft að hafa með þér :o)
Ég er hlynt því að hafa samskot í mat, í það minnsta kvöldverðin þar sem við verðum flestar, það er svo gaman að elda saman :o) og drekka hvítvín á meðan!

Nafnlaus sagði...

helga flosa hér, stefni nú á að reyna að kíkja smá, en veit ekkert hvernig það á eftir að ganga, þar sem er líka sumabústaðaferð í enjoinu(önnur vinnan mín )en ég myndi reyna að kíkja á ykkur á föstudagskvöldinu, ég ákveð það örugglega bara þann daginn, fer eftir hvað maður nær kallinum mjúkum í sambandi við börnin, ég er nefnilega búin að vera á klikkuðu útstáelsi, heyrumst.