16 janúar 2007

Á nýju ári

Sælar stúlkur, gleðilegt ár.

Hvernig er með ykkur, þessar einhleypu ... nú er stefnan hjá mér að kynnast myndarlegum, spennandi og áhugaverðum, gáfaðum og þroskuðum karlmanni með samband í huga. Getið þið leiðbeint mér um hvar og hvernig ég eigi að bera mig að?

12 ummæli:

Nafnlaus sagði...

hahahah...ef þú finnur rétta staðinn máttu algerlega bjóða mér með :)

Nafnlaus sagði...

....og þetta var aftur hún Jana jólasveinn!!

Nafnlaus sagði...

já farð þú af stað og við fylgjum í fótspor þín. Þeir eru amk ekki á Hestakránni, ég er búin að gá þar.
Svo er alltaf hægt að stóla á ættingja, frændur mínir tveir eru t.d búnir að koma mér á deit sem ég fer á líklega um næstu helgi eða seinna.
Einkamál er annar kostur...en bara svo leiðinlegur.
Fara oftar með mér á Ölstofuna er líka inn í myndinni, vitum aldrei hvað slæðist þar inn.
Finna áhugamál
Stunda hópíþróttir
Mæta í allt sem þér er boðið
Láta eitthvað bila heima hjá þér og kalla til viðgerðarmann...gæti verið sá eini sanni.

Þetta er það sem mér dettur í hug með hvar en þú veist betur en við flestar hvernig á að bera sig að þegar karlmaðurinn er fundinn.

Nafnlaus sagði...

...hann er ekki til! Það er mín reynsla, alla vega afar sjaldgæfur!

En úr því ég er byrjuð að skrifa athugasemd (afsakið yfirgangssemina á blogginu, ein ykkar lét mig hafa slóðina fyrir nokkru og ég kíki stundum við ;), þá hef ég eina svona "ég-er-hræddur-við-þig" sögu:

Fór á kaffihús með gaur í haust. Hann hringdi ekki aftur og ég var dauðfegin enda engir straumar í gangi. Hitti hann á Ölst. síðustu helgi og hann baðst afsökunar á því að hafa ekki haft samband aftur. Útskýringin var sú að honum féllust algjörlega hendur þegar ég fór að segja frá afrekum mínum... sagðist hafa fengið minnimáttarkennd. Best að bæta við að hann stakk upp á því að við tækjum aftur upp þráðinn þar sem frá var horfið. Ég hafnaði því...

Erum við svona skelfilegar? Karlmenn hræðast okkur hehe...

Sveinsína sagði...

Velkomin Soffía, Velkomin!
Miðað við þessar hræðslusögur þá er "myndarlegur, spennandi, áhugaverður, gáfaður og ÞROSKAÐUR KARLKYNS" einstaklingur ekki til ...
Kannski ég ætti að snúa við blaðinu?

Nafnlaus sagði...

Ég fékk símtal þar sem e-r maður sem hafði fengið númerið mitt hjá kunningja mínum. Þessum manni vantaði nauðsynlega einhverja kvenkyns veru til að fara með sér á dansnámskeið...að læra gömlu dansana. Ég fór náttúrulega alveg í kleinu, enda mjög óvenjulegt símtal. Svo þurfti hann náttúrulega að láta það fylgja sögunni að hann væri að fara að gifta sig og langaði að koma konunni sinni á óvart með því að dansa eins og snillingur :)

Hvað finnst ykkur? Ætti ég skella mér á námskeið?

Janus

Sveinsína sagði...

Nei, ekki nema þig langi sérstaklega mikið að læra gömlu dansana (þá meina ég SÉRSTAKLEGA mikið).

Nafnlaus sagði...

Alla mín, ég held að við Sveinsínur séum nú ekki réttu manneskjurnar til þess að ráðleggja þér í hjúskaparmálum. Þú ættir frekar að leita ráðlegginga á vefsíðum vinkvennahópa þar sem allar eru á föstu...Bara svona pæling.

Nafnlaus sagði...

Farðu í útskriftarferð til Spánar:)
Bríet.

Gugga sagði...

Hehe...til Spánar.

Sveinsína sagði...

Búin að reyna Ítalíu ... legg það að jöfnu við Spán ... og það gekk ekki upp!

Nafnlaus sagði...

Já, ansi margar góðar hugmyndir. Ég hef heyrt ansi margar sögur af því að fólk nái saman í gegnum áhugamál sín. Er í svona hópum eitthvað og kynnist og svona eitt leiðir að öðru.....við getum kannski haft einhverjar meiri pælingar í sumarbústað, bara gaman:)