20 janúar 2007

Meira um bústaðinn.

Upplýsingar sem hefðu kannski þurft að koma fyrr :)
Bústaðurinn sem við pöntuðum er í Ásabyggð við Flúðir. Þetta er ekki flottur bústaður eins og við vorum í fyrra því þeir voru allir upppantaðir. Ásabyggðin er samt heillandi þó bústaðirnir séu svona "gamaldags" í laginu. Þessir bústaðir eru fyrir ofan sveppaverksmiðjuna og því nær menningunni og búðinni ef eitthvað gleymist.

Húsið sem við fáum er númer 44 og hér er lýsing á því:
Bústaðurinn er 60m² og skiptist í 3 svefnherbergi, stofu, eldhús með borðkróki og baðherbergi með sturtu. Húsið er sérstaklega hannað fyrir fatlaða. Húsið er mjög vel búið húsmunum, útvarp/geislaspilari, sjónvarp og útigrill fylgir húsinu. Einnig er heitur pottur við húsið. Svefnpláss, sængur og koddar eru fyrir 6. Barnarúm og barnastólar eru í húsinu.Ekki er séð fyrir sængurverum, lökum, diskaþurrkum og borðtuskum. Barnastólar eru í húsinu. Í húsinu eru allar helstu hreinlætisvörur .s.s handsápa, uppþvottalögur, ræstiefni og salernispappír. Aukabúnaður: Geisladiskaspilari - Kolagrill - Reyklaust hús - DVD - GSM samband - Eldavél með ofni - Uppþvottavél - Leikvöllur.

Eins og þið sjáið er sagt að svefnpláss sé fyrir sex svo það verður ekki pláss fyrir alla í rúmi. Húsið er samt svolítið stærra en öll hin húsin þarna (er hús fyrir fatlaða) og því rýmra en hinir bústaðirnir. Við þurfum bara að leysa svefnvandann með bros á vör, ég get sofið á vindsænginni hans Sigga bró....þröngt mega sáttir sofa, er það ekki?

Við þurfum bara að vera panta með meiri fyrirvara á næsta ári svo við komust aftur í flottu bústaðina.....!

Bústaðurinn kostaði heilar 11.600 krónur sem við myndum deila á milli okkar :)

Engin ummæli: