20 janúar 2007

Hverjir koma?

Mér sýnist þetta vera svona:

2 nætur - Jana, Gugga, Halla, Ósk.
1 nótt - Alla, Inga, Bríet,

Þeir sem eftir eru: Helga, Edda, Margrét og Kristín!

Geggt spennandi....og nú þurfa allir að æfa sig því ég fann Twister spilið uppi í skáp í tiltekinni um daginn :) kv. Jana

13 ummæli:

Gugga sagði...

Þetta verður bara geggjað.
Ég er sammála Öllu með að sameinast í einhvern góðan mat. Við sem verðum á föstudagskvöldið gætum útbúið okkur eitthvað fljótlegt og gott líka. Hver fyrir sig kemur svo með morgun-, þynnku- og ruslmat eftir smekk. Jú og auðvitað áfengi í ámuvís.
Ég talaði við Helgu á msn um daginn og hún var ekki viss hvort hún komist því það er einhver Kenzo (eitthvað tuskudót sem hún er að selja) bústaðarferð þessa helgi líka.
Förum við svo ekki sem mest samferða þarna á föstudaginn? Ég skal athuga með minn bíl (þ.e. hvort Siggi er til í að vera bíllaus heila helgi ;þ).
Hlakka ti.

Nafnlaus sagði...

Vá, spennó, spennó....mér lýst vel á þetta allt saman og hlakka mikið til. Hvernig hljómar t.d. tacobrauð með völdu en góðu áleggi á föstudagskvöldi og svo eitthvað bitastæðara á laugardagskvöldi (kjúklingaréttur td. karrý eða barbeque...mjög gott með hvítvíni Alla mín:)).
Hvað segir hópurinn sem ætlar á ég að koma með línudansdiskinn minn...verður stemmning fyrir línudansfjör??
Lýst vel á hópferð saman á bíl, ég veit að ég get ekki verið á bíl, myndi láta skutla mér ef ég fæ ekki far:)...

Sveinsína sagði...

Mér líst vel á kjúklingarétt. Karrýið heillar meira en bbq. Hvítvínið er komið í kæli!

Tilvera okkar.... sagði...

Mér líst vel á kjúkling og ég ætla svo að kaupa hvítvín í belju...svo mikið ætla ég að sulla..á ennþá eftir að halda upp á nýja árið :) hehehehe!!

Mér fannst mjög sniðugt það sem við gerðum í fyrra þ.e. að ég verslaði bara allt sem var sameiginlegt og var með kostnaðinn af bústaðnum á kortinu mínu líka. Það er miklu einfaldara að gera upp þegar þetta er allt á einum stað :) Svo ef þú Ósk tekur saman allt sem þarf í réttinn og svo getum við farið saman í Bónus á föstudeginum áður en við förum upp í bústaðinn og verslað :) Allur annar matur getur verið eins og Gugga talaði um. Ég verð á bíl og reikna með að leggja af stað úr bænum um 3 á föstudeginum :)

og mér líst líka betur á Karrý :) Veit einhver með Kristínu, Eddu og Margréti?

Nafnlaus sagði...

Sælar

Ég kemst með á föstudeginum og líst vel á plönin :)

Kveðja,
Kristín Birna

Nafnlaus sagði...

Sælar skvísur,

ég ætla að reyna að kíkja á ykkur á laugardag/kvöld - verð samt ekki nóttina þar sem ég er víst aðalmjólkurkýrin hér á bæ - afkvæmið vill, enn sem komið er, ekkert annað en mömmujúgur en það er nú hálfur mánuður í hitting og kannski verður hún farin að sjússa sig á einhverju öðru þá. Ég læt ykkur betur vita þegar nær dregur - vonandi rústar það ekki skipulaginu. Kveðja, Margrét Harpa

Tilvera okkar.... sagði...

...það rústar engu mín kæra Margrét! nema því að við fáum ekki að hafa þig bæði kvöldin :) Flott Kristín. Úfff manni er bara farið að hlakka til.

kv. Jana

Nafnlaus sagði...

Ég hlakka svo til...ég hlakka alltaf svo til.. (á að syngja:).

Já, ég ætlaði nú samt ekki að vera einhver frekja með mat, ákvað að kasta fyrstu hugmyndum?!? En rétturinn sem ég á s.s. karrýkjúklingur er einfaldur og fljótlegur en rosa góður, allavega hef ég enn ekki fengið fólk í mat sem ekki fílar réttinn... Ég heyri í þér Jana með innkaup.

Ég var með stefnuna á að fara eftir kl. 19 á föstudagskvöldinu...sjáum hvað verður. Er einhver sem ætlar um það leyti?

Díííí, ég hlakka svo til....

Nafnlaus sagði...

Ósk mín ég skal fórna mér í að taka þig með eftir kl. 19 á föstudagskvöldinu. Þá næ ég kannski eins og einum reiðtúr eftir vinnu áður en ég legg af stað. Hvað matarplön varðar þá líst mér best á að hafa sem mest sameiginlegt, man ennþá eftir öllum snakkpokunum og namminu sem varð eftir á sunnudeginum í fyrra.

Gugga sagði...

Hæ. Hef ekkert að segja....langaði bara að sjá kommentin breytast úr 9 í 10....

Sveinsína sagði...

já, eigum við þá ekki bara að hafa þau 11? hef lítið að segja, annað en að systa mín er 31 í dag. tíhí, nú er hún sko á öðrum áratug en ég.
en hvernig er þetta með ykkur einnarnæturgamanstúlkur? inga ætlar að vera laugardagsnóttina ef hún verðu eina nótt. verður ekki svo með ykkur hinar líka?

Nafnlaus sagði...

Eigum við að koma þessu upp í 12 comment:) Ég er afskaplega ánægð með þig Halla að ætla vera svo góð að leggja svona seint af stað, allt fyrir mig.
Til hamingju með systu Alla:)

Knúsípúsípæ...
Ósk

eddakamilla sagði...

Sælar Sínur

Því miður þá kemst ég ekki með þetta árið :( mun sakma ykkar.

Kv Edda Kamilla