
Hérna er smá mynd sem sýnir hvernig má finna bústaðinn að sumri til. Vegurinn liggur í hálfgerðan hring, maður beygir til vinstri um leið og maður er kominn yfir brúnna yfir Stóru-Laxá inn á veg sem heitir Langholtsvegur og er nr. 341. Þar þarf að keyra dáldin spotta áður en komið er að Heiðarbyggð, hægra meginn við veginn. Ef færðin er vond er spurning um að keyra alla leið upp að Flúðum, þ.e. ekki beygja við brúnna. Keyra í gegnum Flúðir og þá ætti Heiðarbyggðarafleggjarinn að vera fljótlega til vinstri. Held að þetta séu réttar leiðbeiningar því þetta er leiðin í Ásatún en bústaðirnir stand í landi Ásatúns.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli