Tíminn er ekkert smá fljótur að líða því nú eru einungis sjö dagar til stefnu. Eigum við ekki að setja upp smá mætingarlista og setja aðeins niður fyrir okkur einhverja dagskrá!
Ég fékk uppskrift af geggjað góðri gúllassúpu :) Í Hlíð borðuðum við humarsúpu, eigum við núna að borða gúllassúpu?
Hópurinn gæti staðið saman af:
Jana, Gugga, Alla, Inga, Edda, Halla, Bríet, Kristín, Margrét, Gurrý, Ósk (kom hún ekki í Hlíð?) Er ég að gleyma einhverjum? og hverja þarf að hringja í?
Úúúúúú spennandi!!!!!!!!!
....svona hugstorma hugmyndum!
5 ummæli:
Helga líka.
Mér líst mjög vel á gúllassúpu....mjög gott magafóður.
Hvernig er með sing-star? Ég get komið með nýja Trivial. Allir að taka með sér sundföt og hlý föt svo við getum farið í göngutúr. Svo þurfum við náttúrulega tarrotspilin og fullt af tónlist. Dettur ekkert meira í hug í augnablikinu.
Er farin að hlakka roooooosalega mikið til :)
vá æði, lýst vel á Trivial en veit ekki með Sing star, finnst það ekki eins skemmtilegt og spila.
Ég kem pottþétt en þarf að fara snemma á sunnudeginum eða laugardagskvöldinu vegna vinnu á sunnudeginum.
Hvernig væri að senda út fjöldapóst um þetta því það lesa ekki allir þessað síðu.
Ég er til í hvað sem er nema heitan pott ;o) Ég fer í bæinn aftur á laugardeginum, er með börn systur minnar á meðan hún er á Kanarý með mömmu.
Er búin að senda fjölpóst, ef hann er of fljótfærnislegur eða óskýr eða ekki sendur til allra þá sendið til þeirra sem ykkur finnst að eigi að fá bréfið og lagið staðreyndarvillur og það sem er ekki nægilega skýrt :o)
...ég er eiginlega sammála með Sing star, langar frekar bara að spjalla og drekka :)
Nýjustu tölur segja: Jana, Gugga, 1/2 Inga og 1/2 Alla, Edda, Halla....og svo áfram!!!
Skrifa ummæli