24 janúar 2006

Tölvupóstsfærsla

Jæja stelpur, hvað er að frétta?
Ég sendi leiðbeiningar til ykkar um hvernig þessu skuli hagað og nú er ég að prófa að fara eftir þeim til að vita hvort þetta sé ekki jafn einfalt og ég vil halda fram.
 
Ég var frekar ósátt við tarotspána sem ég fékk hjá Kristjönu á laugardaginn, það var bara ekkert á henni að græða, eða voða lítið sem gat hjálpað.  Ég er bara spenntust eftir þessum "beinstífa" sem ég á að hitta í Berlín.  Vonandi verður það bara Robbie sjálfur!
 
Móðurhlutverki mínu líkur á morgun þegar mæðgurnar koma heim, klifjaðar pinklum og pökkum handa mér :o)

Engin ummæli: