09 nóvember 2005

Í óskilum...

Síðan á föstudaginn hafa eftirfarandi hlutir ,sem ég kannast ekki við, verið heima hjá mér:

- Tannbursti, ljósbleikur
- Varalitur, ljósbleikur
- Hárklemma, brún
- Prjónatrefill, svartur
- Loðinn gervifeldur, svartur (í eigu Kristjönu og er búinn að vera hjá mér síðan í október)
- Karlmaður, ca. 190 cm á hæð, íþróttamannslegur, dökkhærður og sexý, sérstaklega góður í rúminu.

Eigendur óskast

2 ummæli:

Gugga sagði...

Hva!! Ekki viltu losna við karlmanninn. Varstu ekki að segja að hann væri góður?!?!?!

Sveinsína sagði...

Ég á trefilinn, hárklemmuna og karlmanninn. Gætiðru komið honum til mín sem fyrst, er farin að sakna hans (gæti ekki verið meira sama um hina hlutina)!