1. Hvenær vaknar þú á morgnana? Klukkan er alltaf stillt á 07:00 … vakna yfirleitt innan við hálftíma eftir það
2. Ef þú gætir snætt hádegisverð með einhverjum frægum, hver væri það? Anthony Andrews. Myndi biðja hann að segja “Sink me!” á mínútufresti
3. Gull eða silfur? Silfur
4. Hver var síðasta myndin sem þú sást í bíó? Ég man það ekki! Jú, bíddu, við Sys fórum áááá … nei, ég man það ekki
5. Uppáhaldssjónvarpsþátturinn? Akkúrat núna? House og Kastljós
6. Hvað borðar þú í morgunmat? Ristað brauð, seríós eða Núpó, fer eftir svarinu við spurningu no. 1 þann daginn
7. Hvað langar þig að gera þegar þú ert orðin stór? Ferðast og ferðast og ferðast og fá svo leið á því og setjast að í sveit
8. Geturðu snert nefið á þér með tungunni? Jáháts! Get næstum borað í það með henni ;)
9. Hvað veitir þér innblástur? Það sem blæs inní mig í það og það skiptið
10. Hvað er miðnafnið þitt? Prinsessa
11. Strönd, borg eða sveitasæla? Hæfileg blanda af þessu þrennu
12. Sumar eða vetur? Haust
13. Uppáhalds ís? Er ekkert svakalega hrifin af ís nema hann sé með fullt af sósu, verð þó að nefna ís með pekanhnetum og karamellu sósu af tilfinningalegum ástæðum :)
14. Smjör, salt eða sykur á popp? Smá salt, ekki mikið, salt veldur vatnssöfnun í líkamanum
15. Uppáhaldsliturinn þinn? Æjih …
16. Hvað er best á samloku? Túnfiskssalat
17. Hvert fórstu síðast í frí? Tók mér vetrarfrí tvo daga í síðustu viku og fór í sveitina. Það var kalt í fjósinu þá helgina!
18. Hvaða persónueiginleika fyrirlíturðu? Fyrirlít engan en vorkenni mörgum og hef ekki gaman af fólki sem barmar sér mikið eða lítur á sig sem fórnarlömb í lífinu
19. Ef þú ynnir stóra pottinn í lottóinu, hversu lengi myndir þú bíða áður en þú segðir fólki frá því? Ertadjóka? Gæti ekki þagað í eitt augnablik!
20. Sódavatn eða venjulegt vatn? Sódavatn. Með sóda.
21. Hvernig er baðherbergið þitt á litinn? Hvítt og grátt. Not by choice, það var þannig þegar ég keypti íbúðina. Bráðum mála ég.
22. Hvað eru margir lyklar á lyklakippunni þinni? *Telj* fimm ef póstkassalykillinn er talinn með
23. Hvar ætlar þú að eyða ellinni? Sjá svar við spurningu no. 7
24. Getur þú jögglað? Hehehe, erum við að tala um karlmenn eða bolta? Kann ekkert á bolta
25. Uppáhaldsdagur vikunnar? Allir nema föstudagar
26. Hvítvín eða rauðvín? Léttvín eru verkfæri Satans
27. Hvernig eyddir þú síðasta afmælisdegi? Hann var nú í miðri viku en ég bakaði pönnsur og eldaði læri, fékk sys, frænkur, frændur og vinkonur í heimsókn. The usual.
28. Ertu með líffæragjafarkort? Nei
29. Hvort myndir þú vilja eignast strák eða stelpu? Væri alveg til í að eignast hest
30. Ertu feministi? Hell no!
31. Flottasti líkamhlutinn á hinu kyninu? I’ve always been kinda partial to bulging biceps. Það er misjafnt. Þekki einn sem er með svo fallega framhandleggi að maður tárast. Allur gangur á þessu.
32. Elskar þú einhvern? Mig! Mig! Mig! Og svona 30-40 manns í viðbót. Og einn hest. Og eina kisu. Og einn hund.
1 ummæli:
Góður!
Skrifa ummæli